Freyr - 01.10.1972, Page 9
inni jöfnun á heildsöluverði rafmagns. Lán
til landbúnaðar hafa hækkað verulega, t.
d. hafa íbúðarlán hækkað í 600 þúsund
krónur og jarðakaupalán í 500 þúsund krón-
ur með aðstoð Lífeyrissjóðs bænda.
Formaður gerði síðan grein fyrir ýmsum
öðrum málum, sem stjórnin hafði til með-
ferðar. Ræddi hann um endurbyggingu
sláturhúsa, fjárhagsaðstoð við nemendur úr
dreifbýli, sem stunda skólanám fjarri heim-
ili sínu, landverndarmál, rafvæðingu sveit-
anna, breytingar á lögum um Lífeyrissjóð
bænda, skuldamál bænda og enn fleiri mál.
Hann gat þess, að 2 búnaðarsambönd hefðu
keypt Taarup heyþurrkunarverksmiðjur og
Stéttarsambandið lánað 3 milljónir króna
til þeirra kaupa, gegn því að gerðar verði
nákvæmar athuganir á kostnaði og kostum
þessarar heyverkunar.
Þá ræddi formaður meðferð Alþingis á
frumvarpi til Framleiðsluráðslaga og á-
stæður þess, að frumvarpið varð ekki af-
greitt. Síðan tók hann til meðferðar fram-
leiðslu búvara og sölumál. Mjólkurfram-
leiðslan jókst um 4,6%, en kjötframleiðsla
varð nokkru minni en árið áður. Salan gekk
vel og fór vaxandi innanlands, allra mest
þó smjörsalan. Uppskera garðávaxta varð
meiri en verið hefur um langt skeið.
Á síðasta verðlagsári voru útflutnings-
bætur notaðar svo til að fullu eins og lög
heimila, en á þessu ári eru horfur á veru-
legum afgangi vegna minni útflutnings á
kjöti og hærra verðs á erlendum mörkuð-
um. Niðurgreiðslufé á innlendum markaði
er mun meira en áður vegna stóraukinnar
sölu, þrátt fyrir lækkun niðurgreiðslna á
mörgum vörutegundum.
Enn fjallaði formaður um verðlagsmál
og verðlagsgrundvöll búvara og breytingar
á honum. Hann hafði nú fengið framreikn-
aðan verðlagsgrundvöll til bráðabirgða frá
Hagstofu íslands. Sýndi sá framreikningur
hækkun á verðlagsgrundvelli frá júní s. 1.
5,7%, en frá fyrra ári 24,45%.
Stjórn sambandsins ákvað að segja upp
verðlagsgrundvellinum frá 1. sept. n. k. og
bjóst við nýjum samningum á grundvelli
nýrra Framleiðsluráðslaga. Nú náðu þau
ekki fram að ganga og einnig eru uppi
ráðagerðir hjá ríkisstjórn um tímabundna
verðstöðvun. Kemur sá tími ekki vel við
bændur, þegar þeir eiga ósamið til tveggja
ára, en aðrar stéttir hafa náð umtalsverð-
um kjarabótum með tveggja ára samning-
um.
Þegar skýrslu formanns lauk, var land-
búnaðarráðherrann, Halldór E. Sigurðsson,
kominn á fund, og bauð fundarstjóri hann
sérstaklega velkominn.
2. Reikningar.
Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri
las upp og lagði fram reikninga Stéttar-
sambands bænda árið 1971.
Tekjur voru samtals......kr. 9.364.002,70
þar af frá Búnaðarmálasj. — 7.099.017,50
en hitt voru vextir
Reksturskostnaður varð . . — 3.053.833,90
og tekjuafgangur ........— 6.310.168,80
Eignir sambandsins voru
alls í árslok............— 66.098.255,10
þar af í Bændahöllinni .. — 48.138.356,00
Framkvæmdastjórinn gerði einnig grein
fyrir reikningum Bændahallarinnar árið
1971, en þeir sýndu tekjuafgang kr.
4.614.286,56 og voru áður afskrifaðar í
fyrningu, kr. 6.363.606,40. Tekjur af rekstri
Hótel Sögu voru kr. 19.568.779,80 en alls
voru tekjurnar kr. 23.217.498,80.
Reikningar Stéttarsambandsins og
Bændahallarinnar höfðu verið endurskoð-
aðir án athugasemda, en annar endurskoð-
andi Bændahallarreikninganna, Ingimund-
ur Ásgeirsson, benti á, að engir vextir
væru reiknaðir af framlögum Búnaðarfé-
lags íslands og Stéttarsambandsins til
hallarinnar.
3. Ræða landbúnaðarráðherra.
Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð-
herra flutti ræðu um landbúnaðarmál.
Gerði hann fyrst grein fyrir störfum síð-
F R E Y R
383