Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1972, Page 11

Freyr - 01.10.1972, Page 11
lega fjallað um á vegum sambandsins. Vitnaði hann fyrst til greinargerðar um tryggingamál landbúnaðarins og vakti at- hygli á gildi frjálsra ábyrgðartrygginga og á slysatryggingum. Þá ræddi hann fisk- ræktarmál en síðan frumvarp til jarðalaga, sem lagt verður fram á fundinum til að leita eftir gagnrýni og nýjum sjónarmið- um. Hann skýrði nokkuð nýmæli frum- varpsins og gerði grein fyrir lögum annarra Norðurlanda um sama efni. Erindrekinn vék að starfi þeirrar nefnd- ar, sem fjallar um erfiðar fjárhagsástæður einstakra bænda. Til nefndarinnar leituðu 278 bændur með ósk um aðstoð og hefur verið reynt að leysa vanda þeirra. Jarð- eignasjóður hefur keypt af þeim 13 jarðir, og margir bændur hafa fengið lausaskuld- um breytt í föst lán, afborganafrest í 5 ár og hluta af vöxtum greidda af ríkisfé. Nokkrir bændur hafa þó ekki enn fengið úrlausn. Ræðumaður hvatti bændur til að leita eftir tillögum ráðunauta um framkvæmdir á jörðum sínum til að tryggja arðbærar og hagkvæmar framkvæmdir. Að lokinni skýrslu erindrekans var gefið fundarhlé til miðdegisverðar kl. 12. Kl. 13.25 hófst fundur að nýju. 5. Umræður. Þá fóru fram umræður um skýrslur og reikninga. Hermóður Guðmundsson tók til máls. Ræddi hann um þann ágreining, sem orðið hefði meðal bænda og stéttarsam- bandsfulltrúa um einstök atriði í frumvarp- inu um Framleiðsluráð o. fl. Þá minntist hann á stækkun Bændahall- arinnar, sem verið hefur til umræðu og lagði til að því máli yrði vísað frá þessum fundi. Óskaði hann eftir skýrari reksturs- reikningi Hótel Sögu. Því næst ræddi hann nokkuð kjaramál bænda. Að lokum spurði Hermóður, hvort Bændahallarmálið yrði lagt fyrir þennan fund og á hvern hátt. Fundarstjóri svaraði því, að stækkun hallarinnar yrði lögð fyrir nefnd á þessum fundi, svo sem önnur fund- armál. Fundarstjóri lýsti því og yfir, að þegar umræðum lyki um skýrslur og reikninga, yrði fundinum lokað og yrði hann lokaður fundur eftir það. 6. Nefndakosningar. Fundarstjóri las upp og lagði fram tillögur stjórnarinnar um skipan manna í starfs- nefndir fundarins. Voru þær allar sam- þykktar. Urðu nefndir þannig skipaðar: Laganefnd: Karl Magnússon, Ingi Tryggvason, Sig- steinn Pálsson, Ingimundur Ásgeirsson, Björn Gunnlaugsson, Össur Guðbjartsson, Hermann Guðmundsson, Blesastöðum. Verðlagsnefnd: Júlíus Jónsson, Jóhann Pétursson, Bene- dikt Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Er- lendur Árnason, Sigurður Snorrason, Stef- án Valgeirsson, Kristinn Bergsveinsson, Hermóður Guðmundsson, Sveinn Jónsson, Magnús Guðmundsson. Framleidslunefnd: Skjöldur Eiríksson, Pétur Sigurðsson, Grímur Benediktsson, Sigurjón Sigurðsson, Sigurður J. Líndal, Lárus Sigurðsson, Engilbert Ingvarsson, Sigurður Þórólfsson. Fjárhagsnefnd: Jósep Rósinkarsson, Þorsteinn Geirsson, Grímur Arnórsson, Guðmundur Sverrisson. Allsherjarnefnd: Jón Helgason, Bjarni Hákonarson, Gunn- laugur Finnsson, Einar Halldórsson, Hjört- ur Sturlaugsson, Jón Kr. Magnússon, Her- mann Guðmundsson, Eyjólfsstöðum, Þórð- ur Pálsson, Halldór Jónsson, Jón Hjálm- arsson, Grímur Jónsson. F R E Y R 385

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.