Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1972, Page 12

Freyr - 01.10.1972, Page 12
Við fulltrúaborð á aðalfundi Stéttarsambandsins í Hótel Sögu 10. ágúst 1972. 7. Erindi lögð fram. Árni Jónasson, erindreki las upp tillögur, fundarályktanir og önnur erindi, sem bor- izt höfðu til fundarins. Var þeim jafnóðum vísað til nefnda. Til laganefndar var vísað: Frumvarpi um orlof bænda. Frumvarpi til jarðalaga. Tillögu stjórnar Stéttarsam- bandsins um frumvarp til laga um Fram- leiðsluráð o. fl. Til framleiðslunefndar var vísað: Fundarályktun Búnaðarsambands Suður- lands um stofnun ullarsamsölu. Fundará- lyktun Sölufélags Austur-Húnvetninga um útflutning hrossa. Til verðlagsnefndar var vísað: Fundarályktun Kaupfélags Borgfirðinga um hækkun verðs á ull. Fundarályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar um flokkun á hvítum gærum. Til fjárhagsnefndar var vísað: Fjárhagsáætlun stéttarsambandsins fyrir árið 1973. Umsókn Kvikmyndanefndar Ár- nes- og Rangárvallasýslna um styrk til að gera heimildarkvikmynd um atvinnuþróun á Suðurlandi. Tillögu stjórnar Stéttar- sambandsins um viðbyggingu Bændahall- arinnar. Ennfremur reikningum stéttar- sambandsins. Til allsherjarnefndar var vísað: Greinargerð um búvélainnflutning. Tillögu stjórnarinnar um auknar hagfræðilegar leiðbeiningar og aðstoð við bændur. Tillögu stjórnarinnar um framhald á störfum nefndar þeirrar, sem vinnur að fjárhags- legri aðstoð við þá bændur, sem lent hafa í miklum fjárhagsörðugleikum. Fundar- samþykkt Búnaðarsambands Borgfirðinga um vinnuaðstoð í veikinda- og slysatilfell- um. 386 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.