Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 14

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 14
að við ákvæði til bráðabirgða komi viðbótargrein, þar sem ákveðið sé, að lögin verði endurskoðuð eigi síðar en þrem árum eftir gildistöku þeirra. Stefán Valgeirsson tók til máls og talaði um æskilega orðalagsbreytingu á frum- varpinu, þannig að ekki yrði talað um or- lofsstyrk. Síðan var tillagan samþykkt með samhlj. atkv. Sigsteinn Pálsson hafði framsögu fyrir laganefnd um frumvarp til nýrra fram- leiðsluráðslaga og lagði fram þessa tillögu, sem var óbreytt tillaga stjórnar stéttarsam- bandsins til fundarins. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 telur það miður farið, að frumvarp til nýrra laga um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins o. fl. náði ekki fram að ganga á síðasta Alþingi. Fundurinn minnir á eftir- farandi. 1. í janúar 1972 upplýsir Hagstofa íslands, að með- altekjur kvæntra bænda á aldrinum 25—66 ára hafi verið 78,9% af tekjum verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna árið 1970 og 74,6% árið 1969. 2. í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar segir m. a. , Lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins verði endurskoðuð í samráði við Stéttarsamband bænda og að því stefnt, að stéttarsambandið semji við ríkisstjórnina um kjaramál bænda- stéttarinnar og verðlagningu búvara. Miðað skal jafnan við, að kjör bænda verði sambærileg við launakjör annarra vinnandi stétta." Með vísun til þessa skorar fundurinn á ríkis- stjórnina að tryggja frumvarpinu um Fram- leiðsluráð afgreiðslu á fyrri hluta næsta reglulegs Alþingis og gera jafnframt nauðsynlegar ráð- stafanir til að tryggja bændum það jafnrétti, sem um er fjallað í tilvitnuðu ákvæði stjórnar- sáttmálans. Samþykkt með þorra atkvæða gegn 1. Ingimundur Ásgeirsson hafði framsögu af hálfu laganefndar um frumvarp til jarðalaga. Minnti hann á, að frumvarpið hefði verið lagt fyrir alla fulltrúa, sem trúnaðarmál. Nefndin hafði því ekki samið neina tillögu um þetta efni, en taldi æski- legt að fulltrúar létu heyra frá sér, ef þeir hefðu einhverjar athugasemdir fram að færa. Enginn annar tók til máls. 11. TiIIögur framleiðslunefndar. Lárus Sigurðsson hafði framsögu fyrir nefndina og lagði fram þessa tillögu henn- ar: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 beinir þeim tilmælum til stjórnar Stéttarsambandsins og Framleiðsluráðs að vinna að því, að ullarverð hækki svo, að bændur telji svara kostnaði að vinna að betri meðferð hennar. En til þess yrði ullarverð að vera sem næst kjötverði pr. kg. Einnig að athugað verði, hver eru séreinkenni íslenzkrar ullar miðað við erlenda og hvers virði þau séreinkenni eru fyrir ullariðnaðinn." Umræður urðu um tillöguna. Þórður Pálsson lagði áherzlu á, að bænd- ur fengju sem fyrst fulla greiðslu fyrir ullina og sérstaklega vitneskju um ullar- matið. Sveinn Jónsson benti á, hve hátt verð væri hægt að fá fyrir einstakar vöruteg- undir úr íslenzkri ull. Taldi hugsanlegt, að ríkið gæti stofnað verksmiðju til að vinna ullarvörur. Hjörtur Sturlaugssan ræddi gæði ullar- innar og beindi því til sauðfjárræktarráðu- nautanna að vinna að ræktun ullargæða. Síðan talaði framsögumaður aftur og Ingi Tryggvason. Svo var tillagan samþykkt samhljóða. Lárus Sigurðsson lagði einnig fram til- lögu framleiðslunefndar um hrossasölu: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 beinir því til Sambands ísl. samvinnufélaga að athuga í samvinnu við félagssamtök bænda, hversu hægt verði að bæta skipulag á útflutningi hesta og koma í veg fyrir, að hestar séu seldir á óeðlilega lágu verði. í því skyni verði athugað, hvort ekki þyrfti að breyta lögum um útflutning hrossa, til þess að bæta aðstöðu seljenda, til þess að ná eðlilegu verði fyrir hesta. Gunnar Guðbjartsson mælti með tillög- unni og taldi nauðsynlegt að skipuleggja hrossasöluna. Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. 388 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.