Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1972, Qupperneq 18

Freyr - 01.10.1972, Qupperneq 18
Engilbert Ingvarsson ræddi um 6. gjalda- lið og óskaði upplýsinga um störf blaða- fulltrúa og greiðslu kostnaðar vegna þeirra. Sæmundur Friðriksson svaraði þessu og veitti skýringar. Fjárhagsáætlunin var samþykkt sam- hljóða. Guðmundur Sverrisson hafði framsögu fyrir fjárhagsnefnd um stækkun Bænda- hallarinnar. Mælti hann fyrir þessari til- lögu: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Reykjavík 10.—11. júlí 1972, ályktar að heimila stjórn Bændahararinnar: 1. Að hefjast þegar handa um viðbyggingu á tveim- ur hæðum austan Bændahallarinnar, er rúmi samkomusal fyrir allt að 1000 manns, „kaffi- teríu", brauðgerð og þvottahús. 2. Að reisa norðan Bændahallarinnar álmu með allt að 100 gistiherbergjum. Heimild samkvæmt þess- um tö’ulið er bundin sömu skilyrðum og sam- þykki Búnaðarþings s. 1. vetur. Greinargerð: Um rökstuðning fyrir tillögu þessari vísast til greinargerðar stjórnar Bændahallarinnar til Bún- aðarþings og til afgreiðslu Búnaðarþings ó máli þessu, sem sent var fulltrúum s. 1. vetur.“ Hermóður Guðmundsson andmælti til- lögunni og stækkun Bændahallarinnar. Hann lét einnig dreifa skriflegri álitsgerð um málið meðal fundarmanna. Stefán Valgeirsson ræddi um kostnaðinn við stækkun hallarinnar. Hann mótmælti því, að málið yrði afgreitt á þessum fundi, en taldi rétt að vísa því til afgreiðslu meðal bænda landsins. Sæmundur Friðriksson skýrði frá nokkr- um fjárhagsatriðum varðandi málið. Gunnar Guðbjartsson lýsti byggingará- ætlunum vegna stækkunar Bændahallar- innar og kvaðst álíta, að þessi framkvæmd yrði bændastéttinni hagfelld í framtíðinni. Skjöldur Eiríksson lýsti vantrú á fram- kvæmdinni og mælti gegn tillögunni. Halldór Jónsson tók í sama streng. Sigurður Líndal lýst fylgi við tillöguna. Þórður Pálsson átaldi, að málið skyldi ekki hafa verið lagt fyrir bændur almennt og andmælti tillögunni. Ingimundur Ásgeirsson talaði gegn til- lögunni. Sigsteinn Pálsson sagði, að samþykkt hefði verið í Búnaðarsambandi Kjalarnes- þings, að heimila stækkun Bændahallar- innar, en kvaðst sjálfur vera því andvígur. En vegna samþykktar búnaðarsambandsins mundi hann sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Erlendur Árnason taldi málið of illa undirbúið til þess að hann gæti greitt til- lögunni atkvæði. Hermann Guðmundsson á Blesastöðum mælti gegn því, að málinu yrði vísað heim í búnaðarfélögin, en studdi tillöguna. Hermóður Guðmundsson varaði mjög við að leggja í þá áhættu að stækka Bænda- höllina. Þá lýsti hann dagskrártillögu, sem hann sagði að myndi koma fram til að vísa málinu frá. Guðm. Ingi Kristjánsson vakti athygli á, að tillaga nefndarinnar væri í tveimur lið- um og eðlilegt að bera hana undir atkvæði í tvennu lagi. Lagði hann sérstaklega á- herzlu á að fyrri töluliður tillögunnar yrði samþykktur. Benedikt Guðmundsson talaði gegn til- löginni, en Ingi Tryggvason mælti með samþykkt hennar. Ingimundur Ásgeirsson gagnrýndi bygg- ingaráætlanir, en Sigurður Jónsson studdi tillöguna. Magnús Guðmundsson spurði, hvort skil- yrði þau, sem sett væru í 2. lið fyrir stækk- uninni, ættu einnig við fyrri hluta tillög- unnar. Lárus Sigurðsson sagði, að á aðalfundi Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga hefði verið samþykktur stuðningur við stækkun Bændahallarinnar með þeim skil- yrðum, sem sett voru á Búnaðarþingi. Vildi hann, að þau skilyrði fylgdu báðum liðum tillögunnar og lagði til, að tekið væri fund- arhlé til að freista að ná samkomulagi um málið. Stefán Valgeirsson lagðist gegn tillög- 392 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.