Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 21

Freyr - 01.10.1972, Blaðsíða 21
Fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundarstjórinn, Bjarni Halldórsson tók til máls. Þakkaði hann fyrst Sigurði Snorra- syni gott samstarf og mikið framlag á Stéttarsambandsfundum. Minntist hann einnig annarra starfa Sigurðar, þ. á. m. fyrirmyndarbúskapar á miklu höfuðbóli. Síðan þakkaði hann fundarmönnum góð fundarstörf, og sagði fundi slitið. Guðmundur Ingi Kristjánsson. Þorsteinn Jóhannsson. Tvær milljónir hæna. Samvirke, norska tímaritið sem Fe’leskjöpet í Oslo gefur út, segir frá því í 11. hefti í ár, að í Þýzka- landi sé verið að reisa eggjabú, þar sem tvær milljónir hæna verður framleiðslustofn. Þetta er áformað í Niedersáchen. Þetta vekur bæði ugg og ótta þar í landi. Deutschen Bauernverband (bún- aðarfélagið) hefur snúið sér til landbúnaðarráðu- neytisins í Hannóver og óskað, að það skipti sér af málinu. Á það er bent, að þetta geti haft ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir sö’umál bænda því að hér er auðvitað um verksmiðjuframleiðslu að ræða. í öðru iagi er auðsætt, að mengun lofts og láðs er óumflýjanleg í nágrenninu, segir þar, og hvað á að gera við öll hræin af þeim 20—25 þús- undum hæna, sem drepast daglega? er spurt. Frjóvgað egg úr kú var flutt í aðra kú á búi einu við bæinn Hull í Quebec í Kanada í ágúst í fyrra. Eggið þróaðist hjá hinni nýju móður og óx eðli’ega og kálfur fæddist, eðlilegur að öllu leyti, að því sem bezt verður séð. Þetta er talinn vera fyrsti kálfur- inn, sem til er orðinn á umræddan hátt. Eggjastokkur kýrinnar geymir milli 50—100 þús- und vísa til eggja, en hitt er sjaldgæft, að kýr eignist meira en 10 kálfa. Er því auðsætt, að miklir möguleikar eru á því að frjóvga egg ákveðins afbragðs grips og flytja frjóvguð egg hans yfir í aðrar „fóstrur" sem svo þroska og fæða kálfinn, en arfbornir eiginleikar hans stafa að sjálfsögðu frá foreldrum en ekki fóstru. Hið fullkomna fjós Reynsla bœnda af básamott- unum er nú orðin rúmlega 20 ára hér á landi. Engin fjós eru góð án þeirra. Þcer borga sig á '2 árum, hefur skagfirzkur bóndi skrifað mér. Aðrir kostir við þœr eru: stóraukinn þrifn- aður og bcett líðan dýranna. Slysahœtta er engin. Venjuleg lengd er 135 cm. Biörn Kristjánsson Vesturgötu 3 — Reykjavík Sími 13930 F R E Y R 395

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.