Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1972, Page 26

Freyr - 01.10.1972, Page 26
e. Borgarfirði, Mýrum, Snæfellsnesi og Dölum, sýndu, að fóðurgildi hennar er ná- lægt landsmeðaltali eða frá 1.82—1.96 kg í F.E. Próteininnihald reyndist vera heldur ofan við það, eða 77—83 g í kg heys. Fóður- gildið er mun lægra nú en 1970 og sama á sér stað með próteinið. Töðusýni úr Borgarfirði urðu alls 21. Meltanleiki töðunnar er 64.2%, sem jafn- gildir 1.89 g heyi í F.E. og meltanlegt hrá- prótein 83 g í kg heys. Fóðurgildi töðunnar er jafnt landsmeðaltali, en próteinið lítið eitt hærra. í fyrra var taðan bezt úr Borgarfjarðar- sýslu, með aðeins 1.65 kg í F.E. og 89 g meltanlegt hráprótein í kg heys. Úr Mýrasýslu komu 20 sýni, sem höfðu 66.2% meltanleika eða 1.82 kg í F.E. og 73 g meltanlegt prótein í kg. Á Mið-Vesturlandi er taðan úr Mýra- sýslu með hæst fóðurgildi en minnst pró- teininnihald, sem er 4 g lægra en meðal- talið yfir landið. Af Snæfellsnesi bárust einnig 20 töðu- sýni. Meltanleiki þeirra var 65.0%, fóður- gildið 1.84 kg í F.E. og meltanlegt prótein 80 g í kg heys. Taðan af Snæfellsnesi er heldur ofan við landsmeðaltal hvað fóður- gildi og prótein snertir. Að þessu sinni bárust aðeins 10 sýni úr Dalasýslu, til rannsóknar. Fóðurgildi er 1.96 kg í F.E., en meltanlegt prótein 82 g í kg heys. Fóðurgildið er aðeins lakara en lands- meðaltalið og lakast af Mið-Vesturlandi, en meltanlegt prótein aðeins ofan við það. Af Vestfjörðum voru efnagreind 60 töðu- sýni, 26 úr Barðastrandasýslu, 24 úr ísa- fjarðarsýslum og 10 úr Strandasýslu. Taðan af þessu svæði er langbezt yfir landið með meltanleikann 67.6% í Barða- str., 67.2% í ísafjarðars. og 68.7% í Stranda- sýslu. Jafngildir það fóðurgildinu 1.73, 1.76 og 1.67 kg af heyi í F.E. Meltanlegt prótein mældist 83 g, 84 g og 91 g í kg heys. Lætur nærri að fóðurgildi töðunnar í ár sé það sama og 1970, en próteinið er örlítið lægra. Úr Húnaþingi bárust 32 sýni til með- ferðar, 16 sýni úr hvorri sýslu. Meltanleik- inn var 64.5% í V.-Húnavatnssýslu og 62.3% í A-Húnavatnssýslu. Svarar það til 1.88 og 1.96 kg af töðu í F.E. Meltanlegt prótein var ákvarðað 88 og 90 g í kg heys, og er það aðeins lægra en síðastliðið ár, en þá var það 90 og 95 g. Árið 1970 þurfti aðeins 1.7—1.8 kg af heyi í F.E. Ákvörðuð voru 17 sýni úr Skagafirði og 21 úr Eyjafirði. Fóðurgildi og prótein töð- unnar í Skagafirði var það sama nú og 1970, eða 1.85 kg hey í F.E. og 82 g prótein í kg heys. í Eyjafirði er fóðurgildi töðunnar aðeins betra í ár eða 1.81 kg í F.E., en 1.87 árið 1970. Meltanlegt prótein í Eyjafirði er nú aðeins 73 g í kg heys, sem er fyrir neðan landsmeðaltal, en 1970 var það 20 g hærra. í S-Þingeyjarsýslu er taðan jöfn lands- meðaltalinu að gæðum með 63.6% meltan- leika og 1.89 kg í F.E. N-Þingeyjarsýsla er með 66.6% meltan- leika og 1.76 kg í F.E., sem er aðeins lakara en á síðastliðnu ári. Meltanlegt hráprótein er það sama í báðum sýslum, eða 73 g í kg heys, sem er 20 g lægra en árið 1970. Alls voru efnagreind 38 sýni úr Þingeyjar- sýslum. Af Austurlandi bárust 40 töðusýni, 19 úr N-Múlasýslu og 21 úr S-Múlasýslu. Meltan- leiki töðunnar reyndist 65.4% í N-Múla- sýslu og 66.9% í S-Múlasýslu með fóður- gildinu 1.82 og 1.76 kg í F.E. í N-Múlasýslu er meltanlegt prótein 77 g í kg heys, sem er jafnt landsmeðaltalinu, en í S-Múlasýslu aðeins 68 g. Próteininni- hald töðunnar á Austurlandi er nú 10—17 g minna í kg heys en á síðastliðnu ári. Úr A-Skaftafellssýslu voru enfnagreind 38 töðusýni, en 20 úr V-Skaftafellssýslu. Meltanleiki og fóðurgildi töðunnar reyndizt í báðum sýslum 63% sem svarar til 1.91 kg í F.E. Fóðurgildi töðunnar í Skaftafells- sýslum er aðeins lakara en í meðaltöðu yfir landið og um 12% lakara en 1970. Meltanlegt prótein er einnig undir með- 400 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.