Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1972, Side 43

Freyr - 01.10.1972, Side 43
Sigurður Jónsson Stafafelli 22.3 1 885 — 1..6. 1972. Sigurður á Stafafelli er látinn. Með honum er horfinn einn hinna fremstu og mætustu úr forystumannasveit Austur-Skaftfellinga á þessari öld, en hann hafði innt af hendi hin mikilvægustu störf í þágu sveitar sinnar og sýslu og um leið þjóðarheildarinnar um langt skeið. Hann átti því láni að fagna, að vera fær til starfa til æviloka að kalla mátti, þótt aldurinn væri orðinn full 87 ár. Hann hafði að vísu losað sig við opinber störf allra síðustu árin og lét jörð og bú á Stafafelli í hendur dóttur sinnar og tengdasonar fyrir fiórtán árum, en tók þátt í störfum á heim- ili þeirra jafnan síðan, en sneri sér jafn- framt að ræktun á Jökulsáraurum og átti bá enn nokkuð sauðfé, þótt hættur væri búrekstri að öðru leyti. Foreldrar Sigurðar á Stafafelli voru bau hjónin Margrét Sigurðardóttir frá Hall- ormsstað og séra Jón Jónsson prestur í Bjarnarnesi og Stafafelli og prófastur í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi. Sigurður fæddist í Bjarnanesi 22. marz 1885 og var því aðeins sex ára er hann fluttist með foreldrum sínum að Stafafelli. Upp frá því var heimili hans þar í nákvæm- lega 81 ár. Hann fylgdi fardögum bæði við komuna þangað og burtför úr þessum heimi. Stafafell varð því bæði æsku- og starfsheimili hans og loks dánarstaður 1. júní þessa árs. Það var einnig síðasti hvíld- arstaður hans í hinum vígða reit Stafa- fellskirkju í skjóli við hinn myndarlega trjálund og blómlega, er hann hóf ræktun á og annaðist af sérstökum áhuga til hins síðasta. Hefur trjálundur þessi verið hin mesta staðarprýði í meira en hálfa öld og munu fáir heimilistrjáreitir á landinu jafn- ast á við hann. Sigurður dvaldist aldrei langdvölum frá heimili sínu, lengsta fjarvera mun hafa verið námsdvöl hans í Flensborgarskóla, en þaðan tók hann gagnfræðapróf 1903, annað skólanám stundaði hann ekki, en var þó með sjálfsnámi vel heima 1 mörgum grein- um og þrautreyndur í skóla lífsins og má segja, að hann stæðist hin beztu próf þar, og var hlutgengur í hinum margvíslegustu viðfangsefnum mannlífsins á borð við ýmsa þá er lærðari voru taldir. Tvítugur að aldri tókst hann á hendur forráð á búi föður síns og hafði þau á hendi næstu tólf árin, en vorið 1917 tók hann sjálfur við jörð og búi á Stafafelli. Hann kvæntist þá frænku sinni, Ragnhildi dóttur Guðlaugar, sem var föðursystir hans, og manns hennar, Guðmundar Ólafssonar óð- alsbónda á Lundum í Stafholtstungum Þau Ragnhildur og Sigurður bjuggu síð- an á Stafafelli stórbúi á skaftfellskan mæli- kvarða til vorsins 1954, en leigðu þá jörðina næstu fjögur árin. En vorið 1958 tekur Nanna dóttir þeirra og maður hennar Ól- afur Bergsveinsson við búi og meiri hluta jarðarinnar og hafa búið þar síðan. Þau hjón Ragnhildur og Sigurður ráku bú sitt F R E Y R 417

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.