Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 14
gerði af þeim brennu ásamt heymoði, þá
var allt komið í sama horf aftur eftir
nokkra daga.
„Hvenær heldurðu, að þú losir okkur við
þessa fjárans bindivél?“ sagði hún einn
daginn, þegar spotti festist á tölu á fjós-
gallanum hennar, svo að hann rifnaði nær
því í tvennt, áður en hún gat stöðvað sig
á skriðinu. „Áreiðanlega aldrei,“ svaraði
Grímsi, „þó ekki væri nema vegna allra
spottanna, sem til falla hérna á bænum
vegna hennar. Ég veit bara ekki, hvernig
ég færi að, ef ekki væri allt þetta ágæta
bindigarn, sem alltaf er við höndina, ef
eitthvað þarf að festa.“
Þessi orð voru ekki sögð út í bláinn, því
segja mátti, að bindigarn héldi búskapnum
saman hjá Grímsa. Hvar og hvenær, sem
eitthvað bilaði, greip hann ofan í vasa sinn
eftir spotta og tuldraði þá gjarnan annað
eftirlætisspakmæli sitt: „Það er sjaldan
bagi að bandi.“ Síðan tjaslaði hann hin-
um bilaða hlut saman með bindigarni.
Sama hvað það var, hliðgrind, hrífuhaus
eða einhver búvélin. Alltaf reyndi Grímsi
að gera við hlutinn með bindigarninu.
Annað mál var það, hvað þessar „viðgerð-
ir“ lánuðust vel eða reyndust varanlegar.
En Grímsi var alltaf jafn glaður og upp
með sér, þegar hann leit sigri hrósandi á
handaverk sitt, og hugsaði hlýlega til vél-
arinnar, sem lagði til allt þetta blessaða
efni.
Svo skeði það, sem Valgerður tók mjög
nærri sér og jók á biturleik hennar út í
bindivélina. Einn vordaginn gekk hún fram
á tvílembda á, sem hún sjálf taldist eiga,
þar sem hún lá niðri í lækjargili með haus-
inn undir sér og það niðri í sjálfum lækn-
um. Auðvitað var ærin steindauð, en lömb-
in norpuðu sársvöng á lækjarbakkanum.
Þegar Valgerður fór að athuga betur þessa
hryggðarmynd, sá hún fljótt hvers kyns
var. Vesalings skepnan hafði flækt sig í
bindigarni, sem dottið hafði af illa bundn-
um bagga sumarið áður. Einhvern veginn
hafði bandlykkja fest sig um horn ærinnar,
síðan hafði hún smeygt afturfæti í hinn
enda lykkjunnar og snúið upp á, uns bandið
var harðundið um fótinn og höfuðið reyrt
aftur með síðunni. Þannig hafði hún barist
vonlausri baráttu, guð veit hvað lengi,
þangað til bandið hafði skorist inn í bein
fast ofan við klaufirnar. Að lokum hafði
hún svo oltið ofan í lækinn, sem leysti hana
fljótt og vel frá þrautum sínum.
„Ætlarðu samt að hanga á fjárans bindi-
vélinni?“ spurði hún bóndann með miklum
þunga, þegar hún kom heim með móðurlaus
lömbin, sitt undir hvorri hendi. „Já, svei
mér þá,“ mælti Grímsi þrákelknislega,
„ekki er það henni að kenna, þótt þessi
heimska ær þín álpaðist á dauðmeinlausan
bandspottann og hefði ekki vit á að losa
sig frá honum. Nei, heldur vildi ég missa
allar þessar rolluskjátur heldur en bindi-
vélina. Þær gefa hvort eð er ekkert af sér
þessar rollur. Þá eru nú kýrnar skárri, og
ekki eru þær svo vitlausar að drepa sig
svona að vita ástæðulausu.“
En þessi síðustu orð hefði hann ekki átt
að segja, því þau komu honum í koll um
haustið. Þá gerðist það, að Dimma, besta
kýrin í fjósinu, veiktist hastarlega. Hún
hætti að éta, lagðist fyrir, tók síðan að
þembast upp og átti örðugt með andardrátt.
Það stoðaði ekki, þótt dýralæknirinn kæmi
til og reyndi allt, sem hann kunni, og hellti
ofan í hana meðulum fyrir svimháar upp-
hæðir. Hún bara vildi ekki lifa, og þegar
sýnt var, að hverju fór, var hún skotin á
básnum og eigandinn skar hana á háls með
vasakutanum sínum. Síðan brá hann marg-
földu bindigarni um afturfætur hennar,
festi sterku reipi í þetta haft, tengdi hinn
enda þess í dráttarvél, þá einu af þremur,
sem í lagi var, og dró kúna út úr fjósinu.
Dýralæknirinn vildi endilega fá að líta
inn í kúna, áður en hún var dregin til
hinstu hvílu sinnar í skurðenda neðan við
túnið. Lengi vel fann hann ekkert, sem
skýrt gæti þessi hastarlegu veikindi kýr-
innar. Hann fikaði sig með hníf sinn niður
eftir meltingarfærunum, því að þar fannst
472
F R E Y R