Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 21

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 21
KRISTJÁN JÓNSSON, rafmagnsveitustjóri ríkisins: Dreifing raforku í sveitum Erindi fflutt á Búnaðarpingi 1978 Með raforkulögunum frá 1946 var brotið blað í dreifingu raforku um strjálbýli hér á landi. Rafmagnsveitur ríkisins og Héraðsrafmagnsveitur ríkisins hófust þá handa við lagningu háspennulínu um landið. Árið 1947 voru fyrstu línurnar vegna rafvæðingar sveitabýla lagðar. Það voru línur að Reykjakoti í Árnessýslu og Grenjaðarstaðalína í Suður- Þingeyjarsýslu. Samtals voru þessar línur 4,7 km að lengd. Síðan hefur stöðugt verið unnið að lagningu á raflínum vegna dreifingar raforku í sveitum. • Með lögurn um 10 ára áætlun um rafvæðingu víðs vegar um land, sem samþykkt voru í apríl 1954 og gengu undir nafninu „10 ára áætl- unin“, voru af alls 277 milljónum króna ætlaðar 100 milljónir króna til rafvæðingar rúmlega 2000 býla og ýmissa byggðakjarna. Þessari framkvæmd var að mestu lokið á árinu 1963 eða á tilskildum tíma, en stofnkostnaður varð 2,4 sinnum hærri en áætlað var vegna gengis- breytinga og verðbólgu á tímabilinu. Fyrst var hafist handa við lagningu lína að býlum, þar sem meðallengd lína á býli var innan við 1 km, síðan hafa þessi mörk verið hækkuð, og nú má segja, að lokið sé svonefndri 3 ára áætlun um sveitarafvæð- ingu, þar sem meðallengd er allt að 3 km. í dag munu innan við 90 býli í landinu ekki hafa rafmagn frá samveitum eða góð- um heimilisvatnsaflsstöðvum. Orkuráð gerði tillögur til fjárlaga 1978 um að Ijúka tengingu býla við samveitu, þar sem meðallengd lína á býli er allt að 6 km, en ekki er líklegt, að það verði fram- kvæmt í ár vegna takmarkaðrar fjárveiting- ar. Hér er um að ræða 45 býli, og er kostn- aður áætlaður um 340 milljónir króna. Ótengd samveitu væru þá 40—45 býli, en kostnaður við tengingu þeirra er áætl- aður um 550 milljónir króna eða 12—14 milljónir króna á hvert býli. Hér er um mikl- F R E Y R 479

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.