Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 30

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 30
Bændur þurfa a3 greiða 70—80 kg með hverju kg af dilkakjöti. stoðar með útflutningsbótum. Það má færa rök fyrir því, að það hafi verið verulegur hagnaður fyrir þjóðarbúskaþinn að flytja út dilkakjöt, þótt greiða þyrfti úr ríkissjóði um 50% af verðinu. Því aðrar afurðir, sem tengjast dilkakjötsframleiðslunni, eins og gærur og ull, hafa verið meginuþpistaða í bestu grein útflutningsiðnaðar. Veruleg kjaraskerðing hjá bændum. Þegar svo er komið, að framleiðendur verða að taka á sig nokkurn hluta hallans á út- flutningnum, og meðgjöfin hjá þeim orðin það mikil, að fyrir nokkurn hluta framleiðsl- unnar fá þeir aðeins brot af framleiðslu- kostnaðarverðinu, þá er kominn tími til að staldra við. Það er gert ráð fyrir að taka þurfi af hverju kg af dilkakjöti 70—80 kr. Það er: Af umsömdu kauþi sauðfjárbænda með meðalbú þarf að taka um Vi milljón króna til að greiða með útflutningnum. Það getur auðvitað ekki gengið, þess vegna verður að gera þær ráðstafanir, sem tryggja, að ekki þurfi að gríþa til svo stórfelldra kjaraskerð- inga aftur. Það, sem við þlasir í dag, er: að draga úr framleiðslunni eða stórauka innanlandsneysluna, ef ekki fæst hækkað verð á kjötinu erlendis. Neysla hér á landi af kindakjöti er rétt um 44 kg á hvern mann. Það mætti hugsa sér, að með verulegri aukningu á niðurgreiðslum á kindakjöti væri hægt að auka neysluna um 10% eða svo, þannig að hún gæti farið upþ í 48,5 kg, þó er það hæpið. Mesta neysla á síðustu 20 árum var um 50 kg á mann yfir árið. Þrátt fyrir að neysluaukningin yrði þetta mikil og framleiðslan héldist óbreytt og út- flutningsverðið einnig, þá mundi enn vanta um 600 milliónir króna í útflutningsbætur, sem framleiðendur yrðu að greiða. Svo það er vafasamt að reikna með, að lausnin sé aukin innanlandsneysla. Þá er það sam- dráttarleiðin, sem grípa verður til, ef ekki fæst hærra verð erlendis fyrir afurðirnar. Það hefur verið bent á aðrar leiðir, t.d. að sauðfjáreigendur í þéttbýli og ríkisbúin fái einungis greitt útflutningsverðið fyrir sína framleiðslu. Rætt hefur verið um að leggja skatt á hverja kind og hann væri stighækkandi, þannig að þændur með stærstu búin greiddu hlutfallslega mest. Hvaða leið verður farin, er ekki vitað, því eins og gefur að skilja er erfitt að ná sam- stöðu meðal bænda um aðgerðir. Trúlega munu bændur fækka sauðfé allverulega 488 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.