Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 36

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 36
Frá ullarmatsformanni, STEFÁNI AÐALSTEINSSYNI, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Fundahöld um nýja ullarmatið Dagana 9.—11. febrúar 1978 var haldinn í Reykjavík fundur yfirullarmatsmanna. Til fundar þessa boðaði ullarmatsformað- ur, Stefán Aðalsteinsson, en hann er yfir- maður ullarmatsins í landinu. Til fundarins mættu allir yfirullarmats- menn landsins. Þeir eru fjórir að tölu og hafa eftirtalin starfssvæði: 3. Gunnlaugur Karlsson, Svalbarðseyri, fyrir Norðurland, með starfssvæði frá Hrútafjarðarbotni um Norðurland að mörkum Norður-Múlasýslu. 4. Sigfús Þorsteinsson, Fossgerði, Eiða- hreppi, fyrir Austurland, með starfssvæði um Norður-Múlasýslu suður um land að Skeiðarársandi. 1. Hermann Jóhannesson, Kleifum, Gils- firði, fyrir Suður- og Vesturland, með starfssvæði frá Skeiðarársandi vestur um land að Gilsfjarðarbotni. 2. Júlíus Reynir ívarsson, Móbergi, Rauða- sandi, fyrir Vestfirði, með starfssvæði frá Gilsfjarðarbotni um Vestfirði að Hrútafjarðarbotni. Ný lög um ullarmat voru samþykkt á Alþingi vorið 1976, reglugerð um ullarmat var sett í desember 1976 og yfirullarmats- menn ráðnir til starfa samkvæmt nýju lög- unum frá 1. apríl 1977. Leiðbeiningar um ullarframleiðslu og framkvæmd ullarmats hafa verið birtar, bæði í Frey, 17. tbl. 1977, og Handbók bænda 1978. 494 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.