Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 38

Freyr - 15.07.1978, Blaðsíða 38
Egyptaland, lýsandi dæmi um gildi vatnsins fyrir ræktun Vilji menn kynnast því, hvern hlut vatnið á í ræktunarþróun og tilveru mannsins, er ekkert land vænlegra til viðkynningar en Egyptaland. Fyrir sex þúsund árum hófst þá til vegs menning, sem enn vekur undrun manna og virðingu vegna stórfenglegra mannvirkjaleifa og rústa. Og allt komst þetta á legg meðfram fljótinu mikla, sem gæddi auðnina lífi og gróðri á óralangri vegferð sinni frá uppsprettum til hafs. Eftir Níl hafa milljarðar rúmmetra vatns streymt fram um aldir, og á bökkum hennar hafa þjóðhöfðingjar, guðir og menningar- heildir komið og farið. Þetta forna faróa- land hefur verið lýðveldi síðan 1953, Araba- lýðveldið heitir það. Það Egyptaland, sem nú er við lýði, er níu sinnum stærra en ís- land. Trektlaga árhólmar. Aðeins um fjögur prósent landsins eru ræktuð og þarna eru heimkynni um 40 milljóna manna. Akrar í Egyptalandi eru um 3 milljónir hektara, sem er svipað og er í Svíþjóð. í Egyptalandi er hins vegar hálf fjórða milljón bænda, og ætti þá að meðal- tali tæpur hektari að koma í hlut hvers bónda. En í raun og veru hafa 89 af hundr- aði bænda aðeins tæpan hálfan hektara til umráða, að meðaltali. Þeir hafa eitt ,,fedd- an“, sem samsvarar 4200 fermetrum. 60 hundraðshlutar þjóðarinnar, eða 24 milljón- ir, vinna við landbúnað. Það verður að vökva allan jarðveg og menn rækta ýmsar nytjajurtir allan ársins hring. Þetta er unnt, eftir að farið var að hemja hin árvísu ílóð í Níl með stíflugerð. Þessi flóð höfðu um þúsundir ára stjórnað lífshrynjandi manns og moldar í Egyptalandi. Stærstu akurlendin eru á óshólmum Níl- ar, sem eru eins og trekt í laginu. Þau breiða sig frá Kairóborg, 250 km til norðurs, að Miðjarðarhafi. Þarna eru röskir 2 millj- ónir hektara akurlendis, sem er eitt hið frjósamasta og þaulræktaðasta í heimi. Vísir að samvinnu. Egypskir bændur búa við þröng kjör, þótt þeir séu ögn betur staddir en fyrir bylting- una 1953. Þeir eru að reyna að læra að vinna saman í félögum að framleiðslu, vinnslu og dreifingu vöru. Til þess njóta þeir m. a. norrænnar aðstoðar, einkum sænskrar. Sá er tilgangur þessa starfs, að þeir hljóti sjálfir arðinn af erfiði sínu, að hann lendi ekki hjá milliliðum. Þetta er ekki ósvipað því, sem var á bernskudögum kaupfélaganna á íslandi. Búsnauðsynjar eru pantaðar sameiginlega. Sænska samvinnuhreyfingin rekur skóla í Alexandríu, þar sem menn læra til þess að verða leiðtogar samvinnufélaga úti í þorp- unum. En það er þyngri þrautin að upp- fræða bændurna, því 80 af hundraði þeirra eru ólæsir. Það verður að nota líkön og myndir við kennsluna. Nú eru um 750 samyrkju- eða samvinnu- bú í Egyptalandi. Að meðaltali eru 500 fé- lagar í hverju samvinnubúi. Sameiginlega 496 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.