Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 39
yrkja þeir um 700 ha lands. Hver bóndi á
sinn skika, um 1,5 ha, og hefur bréf upp á
það. Vélar eru í sameign og saman eiga
þeir að bæta efnahag sinn og félagsmál.
En hermt er, að félagskennd sé ekki
sterk hjá egypskum bændum. Þeir búa
yfirleitt við mikla ómegð og vond húsa-
kynni, og helmingur þorpa hefur ekkert
rafmagn. Samvinnubúin hafa myndað með
sér 73 sýslusambönd. Ríkið hefur hönd í
bagga með þessu öllu.
Margt rækta þeir.
Á veturna rækta egypskir bændur hveiti,
kartöflur, sykurreyr og alfaalfasmára. Á
sumrin rækta þeir aðallega bómull. Þeir sá
til hennar á vorin og uppskera í september
—október. Egypsk bómull er talin úrvals-
vara, vegna hinna löngu trefja sinna, en
bómullarplantan þarf góðan jarðveg og
mikla vökvun. Hrísgrjónarækt er mikil og
mest af uppskerunni er flutt út. Maís er
ræktaður í bland við aðrar jurtir.
Þeir rækta ógrynni grænmetis árið um
kring, mest þó af lauk og tómötum og er
því hælt fyrir gæði. Þeir rækta líka bauna-
tegund eina, sem er undirstöðumatur
egypsks sveitafólks. Víða eru stórar plant-
ekrur með sítrusávöxtum, fíkjum og öðrum
suðrænum aldinum.
120 km suðvestur af Kairó er El Fayum-
vinin. Hún er tengd áveitukerfi Nílar með
Bahr Jusuf (Jósefs-skurði). í þessari vel
ræktuðu vin búa 4 milljónir manna. Þeir,
sem reynt hafa, segja, að það sé alveg
lyginni líkt að koma í þessa grænu og
blómstrandi paradís eftir langa reisu um
steindauða og steikjandi eyðimörkina. Það
eru til fleiri svipaðar vinjar, og ráðgert er að
rækta upp með vatnsveitum fleiri svæði í
auðninni. Nóg er velgjan.
Stíflugerðin mikla við Assuan í Suður-
Egyptalandi er talinn eitt af undrum tækn-
innar. Sá er tilgangurinn með henni að
gjörnýta Nílarvatn til áveitu og nýræktar, en
jafnframt að framleiða rafmagn í risaorku-
verum. Fyrsta stíflan var gerð 1902 vlð
neðsta rossinn í Níl.
Nýjasía stíflan var reist 1960—70 með
fjár- og tæknistuðningi Sovétríkjanna. Tröll-
aukinn steinsteypuvarði, í lögun eins og
lótusblóm, minnir á góða sambúð landanna
á þeim tíma. Það er hin svonefnda Stóra
stífla, sem stíflar Níl 60 metra yfir gömlu
stíflunni þarna. Uppistaðan ofan við hana
er orðin að 500 km löngu vatni, Nasser-
vatni, sem nær suður í Súdan. Það er mesti
vatnsgeymir í heimi. Þetta tilbúna stöðuvatn
færði miklar lendur í kaf.
Fræg hof, Abu Simbel, hefðu kaffærst,
hefðu þau ekki verið söguð í sundur og
flutt á hærri stað.
Lognvær, blár vatnsflöturinn, gulur sand-
urinn og sólin björt og heit valda annarleg-
um hughrifum við þessar ævafornu menn-
ingarminjar. Ásýndir guða og faróa úr steini
stara út í bláinn frá tröllvöxnum líkneskjum.
Leðjan.
Þegar Níl streymdi frjáls og réði sér sjálf,
flutti hún með sér ókjörin öll af frjósamri
leðju, sem lagðist yfir akrana og myndaði
óshólma Nílar. Leðjan kom aðallega frá
Bláu Níl, sem rennur í Hvítu Níl við Kartún.
Nú verður mest af leðjunni eftir í Nasser-
vatni og það er tímaspursmál hve lengi
vatnið verður að fyllast. Menn giska á 100
—500 ár. Áætlun mun vera til um að flytja
leðjuna út í eyðimörkina og græða upp ný
akurlendi. Nílaráveiturnar hafa veitt bænd-
um í Neðra-Egyptalandi aðgang að vatni
árið um kring. En hina frjósömu leðju vantar
og nú verða þeir að kaupa tilbúinn áburð
til þess að fá góða uppskeru. Jafnframt eru
sníklar farnir að herja á akrana, sem ár-
vatnið skolar nú ekki framar árlega. Það er
enn ekki Ijóst, hver áhrif svona truflun á
árþúsunda gamalt vistfræðikerfi hefur í
framtíðinni.
Aðalheimild: Grein eftir
Willner Kjellberg í sænska blaðinu
Land, nr. 18, 1978.
F R E Y R
497