Freyr - 15.07.1978, Side 40
Mæðiveiki í Noregi
iVlæðiveiki gerði, sem kunnugt er, mikinn usia í sauðfé íslendinga
á sínum iíma. Ásgeir Einarsson, þá dýralæknir á Reyðarfirði, fann
fyrstur þessa veiki hér á landi. í fyrstu var talað um hana sem
einn sjúkdóm, en Guðmundur Gíslason benti á það fyrstur manna
og leiddi rök að þvi, að um væri að ræða tvenns konar sjúkdóm:
VOTAMÆÐi og ÞURRAMÆÐI.
í tilraunastöð Háskólans að Keldum rannsökuðu íslenskir vísindamenn
þessa sjúkdóma og reyndu að finna ráð við þeim. Sú reynsla og
þekking, sem hefur fengist á þessum lungnasjúkdómum, hefur
vakið athygli eriendra vísindamanna, og komið hefur í Ijós, að
þessi veikindi eru tií í ýmsum löndum Evrópu og reyndar víðs vegar
út um heim, þótt hvergi hafi þau gert jafn mikinn skaða og hér.
Erlendis er votamæði þekkt undir nafninu JAAGZIEKTE, en
þurramæðin er kölluð MAEDI í fræðiritum. Er það eitt af örfáum,
íslenskum orðum, sem tekin hafa verið upp í alþjóðlegt vísindamál.
Ýmis önnur erlend heiti eru líka notuð um þessa eða áþekka veiki.
Fyrir átta árum skaut mæðiveiki upp kollin-
um í Norsgi. Hafði veikin borist þangað
með sauðfé af Texelstofni, sem flutt var
inn frá Danmörku á árunum 1962—1970.
Mest af þessu fé höfðu bændur, búsettir
austan fjalls, keypt, þ.e. í sveitirnar um-
hverfis Osló. í ársbyrjun 1973 var mæði-
veikiveiran greind á Dýralæknastofnuninni
í Osló og var þá hafin skipuleg barátta
gegn henni. Nokkuð hefur verið ritað um
mæðiveikina í norsk búnaðarblöð. Það
kann að vera fróðlegt fyrir okkur að kynnast
því, hvernig Norðmenn hafa snúist við þess-
um nýja sjúkdómi í sauðfé þeirra. Til þess
að gefa hugmynd um það birtist hér út-
dráttur úr grein í Norsk Landbruk, nr. 8,
1978. Hún er að stofni til erindi, sem Helge
Udnes, dýralæknir, flutti á fræðslufundi um
þetta mál.
Síðan mæðiveiki í sauðfé var greind í
norsku sauðfé 1978 og farið var að berjast
gegn henni með opinberum aðgerðum,
hafa verið tekin meir en 125.000 blóðsýni
úr kindum. Síðustu tvö ár hefur hálf önnur
milljón lungna verið rannsökuð í sambandi
við kjötskoðun hins opinbera. Dýralækn-
ingadeild landbúnaðarráðuneytisins í Nor-
egi hefur gert víðtækar ráðstafanir til að
kortleggja útbreiðslu veikinnar, og nú er
unnt að draga margar ályktanir af því starfi.
Mæðiveiki er greind með blóðrannsókn
eða með lungnaskoðun á sláturhúsum.
Ekki er unnt að greina hana vísindalega í
lifandi fé. Af 800 þúsund lungum, sem rann-
sökuð voru 1977, fundust 55 sýkt. Síðan í
janúarbyrjun 1977 hafa ný mæðiveikitilfelli
fundist á 16 bæjum, en sýkin hefur fundist
á alls 144 fjárbúum í Noregi. Þar af hefur
fé verið slátrað á 60 bæjum, en fé á 44
búum hefur verið lýst smitandi, og á þau
bú eru ýmsar hömlur settar af yfirvöldum.
Aðalsmitvaldur er talinn vera fé, sem keyþt
var til lífs frá Danmörku eða frá sýktri hjörð.
Þessu eru kennd um 83% smits, en hrúta-
498
F R E Y R