Freyr

Volume

Freyr - 15.07.1978, Page 43

Freyr - 15.07.1978, Page 43
Hagur bænda í Borgarfirði batnandi gagnvart K.B. Á aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga í maí sl. kom fram, að Mjólkursamlagið í Borgar- nesi tók á móti 10.5 millj. lítra mjólkur árið 1977 og var það 5.1% aukning frá því árið áður. Fyrir mjólkurlítrann fengu bændur greiddar 84.31 kr., sem er nokkuð yfir grundvallarverð. 77 þúsund fjár var slátrað hjá K.B., en það er 2 þúsund færra en árið á undan. í skýrslu kaupfélagsstjórans. Ólafs Sverrissonar, kom fram, að hagur bænda gagnvart Kaupfélaginu hefði batnað á síð- asta ári og mætti eflaust þakka það góðu árferði. • Nýmjólkursala hjá M.S. minnkaði um 5.3% á si. ári. — Frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar. — Aðalfundur Mjólkursamsölunnar í Reykjavík var haldinn 25. apríl. í starfsskýrslunni kom fram að rekstur fyrirtækinsins hefði gengið mjög vel. Bændum var greitt grundvallar- verð, kr. 84.06, en það er 7 aurum hærra en landsgrundvallarverð. Þá voru þeim borg- aðir þeir 33 aurar, sem vantaði á grundvall- arverðið fyrir mjólkurframleiðsluna árið 1976. Meðal brúttó útborgunarverð 1977 varð því 84.35 krónur á lítrann, en það var 72.8% af útsöluverði mjólkur. Mjólkurbú á svæði Mjólkursamsölunnar tóku á móti 58.5 milljón lítrum mjólkur á sl. ári, en það er 6.3% aukning frá fyrra ári. Mjólkurframleiðslan var mest í júlí í fyrra, 6.6 millj. lítrar, en minnst í febrúar, 3.2 millj. lítrar. Það eru vandræði af þessari ójöfnu, árstíðabundnu framleiðslu, og þess vegna var ákveðið að auka verulega haustuppbót á mjólkurverðið. Nýmjólkursala minnkaði um 5.3 af hundr- aði frá fyrra ári, seldir voru 32.6 millj. lítrar. Sala á skyri og jógúrt minnkaði líka nokkuð, en það vannst upþ með sölu á Ými, sem byrjað var að selja á árinu. Sala á undan- rennu jókst. Frá Norðurlandi voru keyptir 106 þúsund lítrar af rjóma. Alls voru seldar mjólkurvörur fyrir rúma 4.5 milljarða króna. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar voru um síðustu áramót 112 og hafði fækkað um 171 á árinu. Ástæðan er sú, að flestar mjólkur- búðir samsölunnar voru seldar eins og kunnugt er. Mjólkursamsalan á þó enn 6 mjólkurbúðir, en rekur sjálf ekki nema eina. Frá því að mjólkursalan var gefin frjáls, hefur útsölustöðum mjólkur fjölgað um 29, af þeim eru 10 í Reykjavík. Mjólkurframleiðendur voru um síðustu áramót 1295 og hafði fækkað um 71 á árinu. Fundurinn gerði ályktun um að stjórn Mjólkursamsölunnar segi fyrirtækið úr Vinnuveitendasambandinu og sæki um að- ild að Vinnumálasambandi samvinnumanna og hafi um það samráð við stjórn Mjólkur- bús Flóamanna. Tveir menn áttu að ganga úr stjórn að þessu sinni, þeir Eggert Ólafsson á Þor- valdseyri og Oddur Andrésson á Neðra Hálsi, en þeir voru báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru Ágúst Þorvaldsson á Brúna- stöðum, Gunnar Guðbjartsson á Hjarðar- felli og Vífill Búason í Ferstiklu. Stefán Björnsson, forstjóri, mun láta af störfum um næstu áramót fyrir aldurs sakir, en hann hefur verið forstjóri Samsölunnar í 25 ár. Eftirmaður hann hefur verið ráðinn Guð- laugur Björgvinsson, viðskiptafræðingur, en hann hefur undanfarin ár verið fram- kvæmdastjóri M.S. Heimild: UÞL. F R E Y R 501

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.