Freyr - 01.04.1979, Side 6
aö það kosti eitthvað meiri vinnu, heldur en
að kappkosta að ná sem allra mestum heyj-
um á sem skemmstum tíma. Raunar má
segja allt hið sama um notkun sumarbeitar.
Góð hirðing beitilandsins og rétt beitarskipti
gefurbetri beitfyrirgripina og betri „fóðrun"
og minni þörf fyrir kjarnfóður. Þess ber að
minnast, að við erum ekki að sækjast eftir
meiri framleiðslu heldur að fá meira fyrir
hana ,,nettó“.
•
Búnaðarþing hefur ítrekað fjallað um það
hvað gera megi til að tryggja bætta fóður-
verkun. Eitt hið fyrsta, sem staðnæmst er við,
er aukin og bætt súgþurrkun. Á þessu er þó
sá hængur, að víða um sveitir eiga bændur
þess ekki kost að fá nægt eða viðunandi raf-
magn til súgþurrkunar.
Dreifikerfin hafa víða allt of litla flutnings-
getu, og einfasa rafmagn verður að teljast
allsendis ófullnægjandi fyrir öfluga súg-
þurrkun.
Þessi mál hafa því gjarna tengstsaman, og
var nú á nýafstöðnu þingi ályktað um báða
þessa þætti og fara þær ályktanir hér á eftir:
„Búnaðarþing beinir þeirri eindregnu
áskorun til ríkisstjórnar og Ulþingis að verja
árlega á næstu 8—10 árum allt að 1 milljarði
króna, miðað við verðlag í ársbyrjun 1979, til
þess að styrkja dreifikerfi fyrir rafmagn í
strjálbýli.
Samhliða styrkingu kerfisins verði því
breytt úr einfasa línum í þrífasa línur, og
flutningsgeta þess tryggi nægilegt rafmagn
til heimilisnota, fullrar hitunar íbúðarhúsa
með rafmagni, búsnota hverskonar, og ann-
arra nota s. s. iðnaðar.
II.
Búnaðarþing leggur áherslu á, að hið fyrsta
verði lokið tengingu þeirra býla, sem enn eru
ótengd við samveitu, en fyrirhugað er, að fái
rafmagn á þann hátt. Ennfremur, að form
rafvæðingar þeirra býla, sem eru utan þess
ramma, er tenging frá samveitum gerir ráð
fyrir, verði ákveðið hið fyrsta.
III.
Búnaðarþing skorar á ríkisstjórn og Alþingi
að hlutast til um, að hið allra fyrsta verði
komið á fullri verðjöfnun á rafmagni, þannig
að notendur þess greiði sama verð fyrir raf-
magnið án tillits til búsetu.
IV.
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags ís-
lands í samráði við Stéttarsamband bænda
að fela nefnd þriggja manna að taka til at-
hugunar gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins,
bæði er tekur til sölu á rafmagni og greiðslu
vegna lagningar rafmagns í ný íbúðarhús í
sveitabýlum, sem annað tveggja koma í stað
eldri íbúðarhúsa eða sem viðbótahúsnæði.
Greinargerð:
I.
Búnaðarþing 1978 ályktaði um rafmagnsmál
og lagði þá m.a. áherslu á það, að gerð yrði
áætlun um styrkingu á dreifikerfi fyrir raf-
magn í strjálbýli. Þessari framkvæmd yrðu
sett tímatakmörk og fjármögnun hagað til
samræmis við það.
Að þessari áætlanagerð hefur nú verið
unnið. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir
styrkingu dreifiveitna með breytingu á ein-
fasalögnum í þrífasa lagnir, og lagt er til, að
um 70—80% notenda rafmagns í sveitum
hafi aðgang að þrífasa rafmagni eftir 8 ár.
Áætlað er, að þessi styrking dreifilínanna
kosti um 8,8 milljarða í verðlagi í ársbyrjun
1979.
Þrífösun dreifiveitna, sem næði til allra
notenda rafmagns í landinu, kostar samkv.
nefndri áætlun 5,9 milljarðatil viðbótar, mið-
að við verðlag á sama tíma.
Árlegt fjárframlag að upphæð 1 milljarður
króna myndi því hafa geysilega þýðingu í því
efni að styrkja dreifikerfi fyrir rafmagn í
strjálbýli og skapa þar fleiri möguleika fyrir
notkun á rafmagni, s. s. til súgþurrkunar,
iðnaðar O. fl. Framh. á bis. 228
196
FREYR