Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 10
BJARNI E. GUÐLEIFSSON, tilraunastjóri á Möðruvöllum: Landið og við Bjarni Guðleifsson Fagurt land. Forfeður okkar, landnámsmennirnir, tóku við dýrmætri eign, er þeir lögðu hald á ísland. Landið var fagurt og frítt, það var gjöfult og þeir undu glaðir við sitt, urðu að búa að sínu, ræktuðu ofan í sig og á, voru sjálfum sér nógir og komust sæmilega af. Ekki var þetta neitt sæluríki, menn börðust fyrir lífinu í sveita síns andlits og á ýmsum tímum kreppti að þjóðinni. íslendingar urðu að ganga nærri landinu, gróðurkápan, sem landið var klætt á landnámsöld, slitnaði og varð götótt, en þjóðin hjarði af harðindin. ísland var frábrugðið þeim löndum, sem landnámsmennirnir komu frá, nátt- úruíarið var sérstætt, og þeir tóku miklu ástfóstri við „landið, sem lífið þeim veitti.“ Það er ekki að ástæðulausu, að við bæði tölum um fósturjörð og móðurmold. Ríkt land. ísland var og er fagurt land. ísland er einnig ríkt land, auðæfi þess eru mikil og auðlindir þess margvíslegar. Við vitum, að auðlindirn- ar eru ekki ótæmandi, þær má ofnýta og of- bjóða, og með óskynsamlegri nýtingu má eyða flestum þeirra algjörlega. Mér er reynd- ar ekki Ijóst, hverjar eru allar auðlindir landsins, enda er mat á þeim breytilegt. Eig- inleikar og þættir, sem áður voru einskis virði, eru í dag metnir til auðlinda, og veit ég varla, hvort öll kurl eru enn komin til grafar í þeim efnum. Fiskimiðin, gróðurmoldin, jarðargróðurinn, fallvötnin, jarðvarminn og jarðefnin eru allt auðskilin og mikilsmetin auðæfi, en ótrúlegra er, að óhlutlægir eigin- leikar eins og fegurðin, hrikaleikinn eða Ijótleikinn séu líka auðlindir. Á síðari tímum má einnig meta sem auðlindir alla þá eigin- leika, sem útlendingum eru framandi, og hefðu forfeður okkar vart trúað því, að 200 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.