Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1979, Page 11

Freyr - 01.04.1979, Page 11
Fagurt land regnið, vindurinn, sólarleysið, jafnvel kaldur norðangarrinn ættu eftir að verða einhvers virði. En tímarnir breytast. Sannarlega breyt- ast tímarnir og mennirnir með. Nú eru af- komendur landnámsmannanna klæddir terrelyne fötum og spranga um á innfluttum nælonsólum í stað vaðmálsfata og skinn- sóla. Nælonið, terrelynið og plastið eru keypt fyrir gjaldeyri, sem ekki er til, og segja sumir frammámenn okkar, að sjálfstæði þjóð- arinnar sé í voða vegna óhagstæðrar greiðslustöðu. Landnámsmennirnir komu hingað einmitt í leit að sjálfstæði, svo þarna erum við á góðri leið með að glata einni auðlindinni, frelsinu. Yfir okkur drottnar nú hið alræmda kerfi, óá- þreifanlegt, en tilfinnanlegt. Víðáttumikið land. Forfeðurokkarvoru ekki háskólagengnir, en í hörðum háskóla lífsins höfðu þeir lært ýmis nyggindi, sem í hag komu. Eitt var það, að þeir voru sannir dreifbýlismenn. Þeir settust ekki að í þorpum og borgum, heldur dreifðu sér vítt um landið, enda vissu þeir, að þannig gætu þeirbestnýttauðlindirnar, bestbúiðað sínu í sátt og samlyndi við hina lifandi, gjöf- ulu, en harðneskjulegu náttúru landsins. Hér hafa verið taldar fram ýmsar auðlindir þessa lands, sumar vannýttar, aðrar ofnýttar. Mesta auðlind landsins er maðurinn, stjórn- andinn, sem hefur allt þetta í hendi sér. Mannauður landsins var mikill, og ég vona, að hann fari ekki þverrandi, þrátt fyrir vax- andi höfðatölu. Reyndareru hérýmsarblikur á lofti. Stjórnun landsins er slök, fólkið hóp- ast sarnan í þéttbýlisstaðina, byggðin í sveit- unum strjálast, og þetta veldur því, að við búum ekki lengur í eins góðu jafnvægi við landið og áður. ,,Ólík er túninu gatan og glerrúðan skjánum, glymjandi strætisins frábrugðinn FREYR 201

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.