Freyr - 01.04.1979, Page 26
vel til eldis. Hún er auðmeðfarin í eldinu
nema meðan verið er að venja hana á að éta í
byrjun.
III. Staðan í fiskeldi.
Staðan í fiskeldi er nú þannig, að klak- og
seiðaeldisaðstaða er að byggjast upp, en
auka þarf við hana verulega á næstu árum til
þess að fullnægja þörfum fiskræktar í land-
inu, hafbeitar og sjóeldis, ef þessar tvær síð-
arnefndu greinar eiga að hafa möguleika á
að þróast eðlilega. í þessu sambandi skortir
m.a. þjálfað starfsfólk, en vel þjálfað og
áhugasamt starfsfólk er algjör nauðsyn, ef
nást á góður árangur í fiskeldi. Aðstaða til
þjálfunar slíks fólks hefur verið mjög tak-
mörkuð hér á landi enn sem komið er.
Hafbeit er á tilraunastigi. í tilraunastöðinni
í Kollafirði hafa verið gerðar tilraunir á þessu
sviði síðan 1963. Heimtur á laxaseiðum, sem
sleppt hefur verið í stöðinni til þess að ganga
í sjó, hafa verið mjög misjafnar á til-
raunahópum, sem sleppt hefur verið á sama
ári, og í heildinni frá ári til árs. Heimturnar á
einstökum tilraunahópum hafa verið frá 0 og
í 17%. Heildarheimtur á einstökum árum
hafa verið frá 0,4% af seiðum, sem sleppt var
1970, og upp í 13% af hópum, sem sleppt var
1973. Meðalheimtur á öllum sjógönguseið-
um, sem sleppt var á árunum frá 1963 til
1975, eru 4,9%, en þá er ekki leiðrétt vegna
tapa á merktum seiðum eða merkjum af
fiskum. Verður slíkt að teljast góður árangur
á fyrstu tilraunaárunum, þegar þess er gætt,
að á þessum árum er verið að leggja grund-
völl að laxeldi hér á landi, reyna tæki og eld-
isaðferðir og þjálfa starfsfólk. Þau árin, sem
flestum seiðum var sleppt, var verið að prófa
aðferðirvið uppeldi laxaseiða áeinu ári upp í
sjógöngustærð. Var þá haft rafmagnsljós hjá
seiðunum um nætur að vetrarlagi, en við
nánari tilraunir kom fram, að slík seiði lifðu
það ekki af, nema að mjöfl litUi leyli, að
ganga í sjó og skila sér aftur sem kynþroska
laxar upp í stöðina. Tilraunir í Kollafirði með
dægurlegar birtusveiflur hjá seiðunum
leiddu í Ijós, að nauðsynlegt er fyrir seiðin í
eldinu að hafa birtusveiflur eins og þær eru í
náttúrunni, ef seiðin eiga að komast í
göngubúning áður en þau ganga í sjó og
skila sér aftur af hafi.
Mikill misskilningur hefur ríkt hjá ýmsum
um störf og hlutverk tilraunaeldisstöðvar-
innar í Kollafirði. Hér er um tilraunastöð að
ræða, þar sem gerðar eru tilraunir, sem á
köflum gefa lítinn eða engan árangur, en
neikvæðar niðurstöður hafa líka hagnýtt
gildi. Þá hefur komið í Ijós, að miklar sveiflur
geta verið á heimtum frá ári til árs, og eru
orsakir þeirra ekki allar þekktar ennþá. Með
áframhaldandi tilraunum má vafalaust draga
úrsveiflum af mannavöldum, en við sveiflur
af völdum náttúruafla verður ekki ráðið.
Sjóeldi.
Laxeldi í kvíum í sjó er lítið reynt hér á landi,
og er of snemmt að fullyrða neitt um ágæti
þessa við íslenskar aðstæður, þó að vel takist
til með það við Noreg, þar sem aðstæður til
slíks eldis eru allar miklum mun betri en hér
við land. Eftir er að kanna, hvort nota megi
kvíaeldi í sjó að hluta til og ala að hluta í
tjörnum á landi, sem sjó er dælt í, og þar, sem
nýta má jarðhita til að ylja með sjóinn.
Silungseldi.
Eins og fyrr segir er ekki fjárhagslegur
grundvöllur fyrir silungseldi eins og er.
Fjárþörf.
Um þessar mundir er margt sagt um ágæti
fiskeldis, en fæstir gera sér grein fyrir stöðu
þess hér á landi nú, og hvað þurfi að gera til
þess að auka það og koma því á fastan
grundvöll. Augljóslega er þörf á mikilli
undirbúningsvinnu. Hið opinbera þarf að
hlaupa hér undir bagga og leggja fram veru-
legar fjárhæðir til skipulegra tilrauna með
hina ýmsu þætti fiskeldismála, og jafnframt
þarf að sjásvo um, að þeir, sem hefjafiskeldi,
216
FREYR