Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 37
Erlendir þættir '0
HQimasmíðaður snjóblás-
ari
Þessi heimasmíðaði snjóblásari hefur gert
mikla lukku í vetur í snjóþyngslunum í Lower
Cabrach í Aberdeen-héraði í Skotlandi. í
Farmer's Weekly segir, að James nokkur
MacHardy og tengdasonur hans hafi smjðað
blásarann. Hafi þetta verkfæri reynst mjög
vel við að hreinsa heimreiðar og bæjarhlöð í
þeirra sveit, sem er talin afar snjóþung í
Skotlandi.
Aðalhlutar snjóblásarans eru gamall gras-
knosari, aflóga sniglar og þriggja blaða
blásari. Þetta er ,,mixað“ við — gamalt korn-
bindivélarhjól. Blásarinn er knúinn með afl-
úttaki dráttarvélar, sem ekið er aftur á bak.
Hann leysir af hólmi snjóplóg og er sagður
taka honum fram. Blásarinn var tilbúinn um
jólin í vetur, í tæka tíð fyrir vetrarhörkurnar í
Skotlandi.
Námsstyrkur
Ríkisháskólinn í Norður Dakota
hefur tilkynnt að námsstyrkur
úr Minningarsjóði Victors
Sturlaugssonar til náms í
jarðræktarfræði að upphæð
$ 300,00 sé laus til umsóknar.
Allar nánari upplýsingar um
styrkinn veitir dr. Einar I.
Siggeirson, Stangarholti 30,
Reykjavík, sími 22806.
Efri myndin sýnir blásarann að verki. A þeirri neðri sést
hvernig blásarinn sem er gerður úr gömlum véla-
rhlutum er byggður aftan á dráttarvélina.
FREYR
227