Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1979, Side 38

Freyr - 01.04.1979, Side 38
Bætt fóðurverkun Framh. á bls. 196. II. Á þeim aldarfjórðungi, sem nú er liðinn frá því, að hafist var handa um að dreifa raforku um sveitir landsins, hefur tekist að koma þeim málum í það horf, að nú eru aðeins ótengd um 50 býli, sem talið er rétt að fái rafmagn frá samveitu. Auk þess eru um 40 býli, sem liggja það afskekkt, að þau verða tæplega tengd sam- veitum. Stöðu þeirra þarf að athuga sérstaklega og ákveða, á hvern hátt þau verði rafvædd til frambúðar. III. Áríðandi er, að komið verði á frekari verð- jöfnun á rafmagni til einstakra notenda en nú er. Enda þótt nokkuð hafi áunnist á þessu sviði, vantar enn mikið til, að viðunandi sé. Því er eðlilegt, að Búnaðarþing skori enn á ríkisstjórn og Alþingi að koma þessum mál- um í viðunandi horf. IV. Gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins er marg- þætt og flókin í ýmsum tilvikum. Sama gildir um greiðsiur vegna lagningar rafmagns í ný íbúðarhús á sveitabýlum. Þær greiðslur, sem þá er krafist, nema oft háum upphæðum. Ástæða er til að athuga, hverjar forsendur eru fyrirslíkum kröfum, og hvort ekki sé unnt að skapa fastar reglur og hagstæðari um þessa gjaldheimtu en nú virðast gilda“. Erindi stjórnar Búnaðarsambands Suðurlands var afgreitt með eftirfarandi ályktun og meðfylgjandi greinargerð: „Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að beita sér fyrir eftirgreindum að- gerðum til þess að örfa bændur til að taka í þjónustu sína fullkomnari súgþurrkun en nú er víða: 1) Bændum, sem setja upp hjá sér full- komna súgþurrkun, verði gefinn kostur á því, að framkvæmdin verði tekin út, þegar er hún er fullfrágengin, og jafnframt yrði styrkur út á þessa framkvæmd greiddur ekki síðar en 6 mánuðum eftir úttekt. 2) Kannað verði um möguleika á því að fá tvenns konar lán til þessara fram- kvæmda. a) Víxillán til 6 mánaða, er greiddist með jarðabótastyrknum. b) Leitað verði eftir hjá Rafmagnsveitum ríkisins um möguleika á ódýrasta raf- magni til súgþurrkunar en nú er. 3) Leitað verði eftir hjá Rafmagnsveitum ríkisins um möguleika á ódýrara rafmagni til súgþurrkunar en nú er. 4) Hertur verði áróður fyrir uppbyggingu þriggja fasa rafmagnslína með aukinni flutningsgetu um byggðir landsins. 5) Jafnframt verði búnaðarsamböndum falið að kanna, hverju á sínu svæði, ástand í súgþurrkunarmálum og gera til- lögur til úrbóta, þar sem ástæða er til. Greinargerð: Það mun samdóma álit flestra, er til þekkja, að bætt heyrverkun sé mjög áríðandi til hagsbóta fyrir landbúnaðinn. Það er skoðun þingsins, að vönduð súgþurrkun geti þar miklu góðu komið til leiðar. En sú fram- kvæmd er nokkuð fjárfrek í stofnkostnaði, en ætti hins vegar að geta skilað sér fljótt í betra fóðri og minni fóðurbætiskaupum á stuttum tíma. Veitturhefurverið nokkuð góðurstyrkurtil súgþurrkunar í gegnum jarðræktarlög, en reynslan sýnir þó, að alltof fáir bændur hafa notfærtsér þennan möguleikatilfullkomnari framkvæmda. Um leið og farið er fram á könnun á útveg- un fjármagns til þessara nauðsynlegu fram- kvæmda, telur þingið rétt að minna á þá staðreynd, að rafmagn, sem notað ertil súg- þurrkunar, er yfirleitt afgangsorka yfir sumarmánuðina. Þá minnirþingið einnig á þástaðreynd, að víða um sveitir eru ennþá einfasalínur, sem tæpast bera þá orku, er notendur óska að fá, og því mikil nauðsyn á að hefja nú þegar mikið átak í því að koma upp þriggjafasta raflínum með nægri flutningsgetu.“ 228 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.