Freyr - 01.04.1979, Side 39
Auknar leiöbeiningar um heyverk-
um.
Stjórn Búnaðarfélags íslands hefur sett á
stofn sérstakan starfshóp, sem hefur það
verkefni að einbeita sér að leiðbeiningum
um heyverkun.
í hópnum eru 4 af ráðuneytum Búnaðar-
félagsins, en þeir eru Haraldur Árnason,
vélaráðunautur, Magnús Sigsteinsson, bú-
tækniráðunautur og jarðræktarráðunaut-
arnir, Sigfús Ólafsson, og Óttar Geirsson
ráðunautur, en hann er formaður hópsins.
Starfshópurinn hefur náið samstarf við
Bútæknideildina á Hvanneyri, stjórn búnað-
arsambandanna og héraðsráðunauta út um
land.
Misjafnar tekjur bænda eftir búteg-
undum
Á undanförnum árum hafa orðið nokkrar
sveiflur í tekjum eftir tegundum búa segir
Ketill A. Hannesson í skýrlsu til Búnaðar-
þings 1979. Árin 1969 til og með 1973 skiþa
kúabúin efsta sæti, en árin 1974 og 1975 eru
sauðfjárbúin efst. Árið 1976 eru svipaðar
fjölskyldutekjur hjá þessum tveimur þúteg-
undum, en árið 1977 koma sauðfjárbúin vís-
ast út í fyrsta sinn eftir að búreikningarnir
voru flokkaðir eftir þessum búgreinum. Eina
aðalástæðuna fyrir þessum þreytingum telur
Ketill vera sveiflur í afurðamagni eftir árskú
og kind frá ári til árs. Meðalnyt hefur hækkað
síðustu tvö ár, meðal annars vegna aukinnar
kjarnfóðurgjafar, en afurðir eftir vetrarfóð-
raða kind hafa aðeins minnkað. Kjarnfóður
hækkaði einnig lítið í verði 1977, en það er
langstærsti kostnaðarliður á kúabúnum.
Nythæð kúa hefur aukist um 23 kg á
ári síðastliðin 30 ár.
Mikil aukning hefur orðið í starfsemi
nautgriparæktarfélagannaásíðastliðnum 10
árum. Árið 1969 voru um 15 þúsund kýr á
skýrslum, en á síðastliðnu ári voru þær rúm-
lega 23 þúsund. Árið 1948 var meðalnyt full-
mjólka kúa 3 085 kg með 3.75% feitri mjólk.
Á síðastliðnu ári var meðalnytin 3 867 kg og
fitan 4.14%. Það mun láta nærri, að 53.4%
allra kúa og kvígna 11/2 árs og eldri séu á
skýrslum nautgriparæktarfélaganna.
Tímaritið Mjólkurmál.
Nýlega kom út 1. tölublað ársins 1979 af
tímaritinu Mjólkurmál, sem Mjólkur-
tæknifélag (slands gefur út. Meðal efnis er
ítarleg greinargerð frá haustfundi félagsins
um niðurstööur umræðuhópa, sem fjölluðu
um endurskoðun á reglugerð um mjólk og
mjólkurvörur og reglugerð um gæðamat á
smjöri og ostum. Þá er birt í ritinu erindi, sem
Sigurður R. Friðjónsson, mjólkurbússtjóri í
FREYR
229