Freyr - 01.04.1979, Page 40
Búðardal, flutti á fundinum um stofnun og
starfsemi mjólkursamlagsins í Búðardal, en
samlagið tók til starfa 18. mars 1964. Svæði
mjólkursamlagsins nær yfir norðanvert
Snæfellsnes, Dalasýslu og að botni Þorska-
fjarðar. Árið 1965 voru 264 mjólkur-
framleiðendur á þessu svæði, en fyrir rúmu
ári voru þeir samtals 132 og innvegin mjólk
árið 1978 var 3.1 milljón lítra.
Viðtal er í ritinu við Stefán Björnsson, fyrrv.
forstjóra Mjólkursamsölunnar í Reykjavík,
en hann lét af því starfi um síðustu áramót
eftir að hafa gegnt því í 25 ár.
Þá er athyglisverð grein eftir Peter Holm-
skov um nýjung í ostagerð. Margt annað efni
er í ritinu, sem er mjög vandað að öllum frá-
gangi.
Höfundarnafn féll niður. Höfundarnafn með
greininni Skýrslur nautgriparæktarfélag-
anna 1978, sem birtist í 6. tbl. Freysféll niður,
en greinarhöfundur er Jón Viðar Jón-
mundsson. Er hann beðinn velvirðingar á
þessum mistökum.
Framieiðsla og sala á kjöti árið 1978.
Heildarframleiðsla á kindakjöti árið 1978 var
15 378 lestir, en það var 10.1% meira en árið
áður. Dilkakjöt var 7.6% meira, en kjöt af
fullorðnu 30.8% meira. Áárinu varseld 8 141
lest af dilkakjöti, sem var 8.7% aukning frá
árinu 1977, og aukning í sölu af kjöti af full-
orðnu nam 11.3%. Fluttarvoru út4 040 lestir
af dilkakjöti, sem var 14.5% minna en árið
áður, og ekki nema 27 lestir af kjöti af full-
orðnu, sem var 94% minna en árið 1977.
Birgðir í upphafi þessa árs voru 10 041 lest
af dilkakjöti, en það var 10.4% meira en í
upphafi ársins 1978, en birgðir af kjöti af
fullorðnu voru 1 352 lestir, sem var 18.3%
meira en í upphafi ársins á undan.
Nautakjötssala var um 23% minni á síð-
astliðnu ári en á árinu 1977. Innvegið kjöt-
magn í sláturhúsunum reyndist vera 1 996
lestir, sem var 19% aukning frá fyrra ári.
Birgðir í upphafi þessa árs reyndust vera 758
lestir, en í upphafi ársins 1978 voru þær 420
lestir. Ekkert nautakjöt var flutt út á síð-
astliðnu ári, en árið á undan voru fluttar út 74
lestir.
Eigið þið eldri árganga af FREY, BÚNAÐARRITINU eða Handbók
bænda, sem þið viljið farga?
Búnaðarfélagið vantar töluvert af eldri árgöngum þessarra rita
og biður þá, sem ekki kæra sig um að halda þessum ritum saman
eða varðveita þau að láta vita hvað þeir væru til með að selja af
þeim.
Þeir, sem vildu sinna þessu eru beðnir að hafa samband við
Georg Arnórsson bókavörð hjá Búnaðarfélagi íslands, Bænda-
höllinni, síminn er 19200.
Búnaðarfélag íslands.
230
FREYR