Freyr - 01.01.1980, Side 17
4MJU- •
Fé á vetrarbeit.
trjátegundir. Hattur sveppanna kemur í Ijós,
er líður á sumarið, og eru sumir þessara
sveppa ætir. Hver trjátegund hefur sína
ákveðnu sambýlissveppi, eina tegund eða
fleiri. T. d. er kúalubbi fylgisveppur birkis og
fjalldrapa, lerkjasveppur fylgir lerki, smjör-
sveppur (eða furusúlungur) furunni o. s. frv.
Þessir þrír eru allir góðir matsveppir. En
berserkjasveppur, sem hér vex í skóglendi,
er aftur á móti eitraður. Brönugrös o. fl. hafa
líka svepparót.
Hvað velur beitarfé sér?
Þingeyskur bóndi skrifar árið 1957: ,,Á
haustin og framan af vetri sækir fé mest í
graslendi og hálfdeigju eða mýraflóa. Meðan
vel næst, leggur það sig eftir grasbollum í
hlíðum, þar sem seint leysir snjó. Þegar
kemur fram yfir áramót, vill það umfram allt
kvistlendi. Viðar- og lyngtegundir velur það í
þeirri röð, sem nú skal greina: Fremst af öllu
metur það sauðamerg, jarðlæga lyngteg-
und, sem vex einvörðungu hér um slóðir upp
í fjallabrúnum. í góðri vetrartíð grípur það
varla niður, fyrr en það kemst upp í sauða-
merginn. Jafnframt eltir það beitieski,
elftingartegund, sem vex ástrjálingi á melum
til fjallsins. Komist féð ekki til brúnanna, læt-
ur það sér best líka blóðberg, en þar næst
beitilyng. Blóðbergið ersmávaxið og strjált,
og verður beitilyngið drýgst til fylli. Ef það
nær ekki beitilyngi, kýs það grávíði miklu
fremur en fjalldrapa, en hvorugt vill það, ef
beitilyng er á boðstólum. Ég hef séð féð
krafsa bæði krækiberjalyng og rjúpnalauf,
en ekki þykir því slíkt kostafæða. Bláberja-
lyng etur það þó síst af öllu lyngi, þegar
dregur að vori og ,,þítt er orðið um tönn“, en
fer þá aftur að sækja á graslendi, einkum
mýraflóa, þar sem mikið er af rauðbrota, og
dregurþá oftgræna kólfaupp úrmosanum."
Þetta er fróðleg athugun þaulvans fjár-
ræktarmanns. Rauðbroti er fífa, en kólfar
hennar haldast lengi næringarmiklir og
spretta snemma á vorin. í verulegum snjó, og
ef lítið er gefið með beitinni, krafsar féð
hvern kvist ofan að rót og etur líka mosa úr
kröfstrum. Víðir bíst oft mikið á vetrum. Bæði
á víði, lyngi og sauðamerg eru það hinar fín-
gerðustu, ungu, mjúku greinar, sem féð bítur
fyrst og fremst. Gamlar greinar verða gróf-
gerðar og næringarlitlar, eða næringar-
minni.
Minnst var á beitarfé, og nú vil ég spyrja: Á
ekki einhver skýra mynd af fé á beit á vetrar-
lagi, helst í krafstri?
FREYR
5