Freyr - 01.01.1980, Page 19
Á reynslutímanum brotnaði lega í vinkil-
drifi. Aðrar bilanir urðu ekki. Engin var-
tengsli eru í vélinni.
Lýsing.
Sláttutækið Vicon OM 165 er sláttuþyrla og
heytætir, smíðað sem ein heild. Það tengist
þrítengi dráttarvélar og er búið grófum og
fínum tengiboltum. Helstu hlutar vélarinnar
eru: beisli og burðararmur, aflfærslubún-
aður, jarðlægur skífubakki með fjórum
sláttuskífum og heytætirinn, beint ofan
þeirra. Ofan og framan við skífubakkann er
þverslá, er tengist í báða enda skífubakkans.
Burðararmurinn, sem nær út fyrir hægri hlið
dráttarvélar, tengist miðri þverslánni með
snúningsbolta, er leyfir allt að 9,5° halla til
beggja hliða. Sláttuskífurnar og heytætirinn
fá afl frá aflúttaki dráttarvélar, sem flutt er
með drifsköftum og vinkildrifum. Milli slátt-
uskífanna er aflið flutt með tannhjólum í lok-
uðu olíubaði, er grípa hvert í annað. Hverri
sláttuskífu tilheyra þrjú slík tannhjól, alls eru
því tólf í skífubakkanum. Sláttuskífurnar eru
að lögun sem jafnhliða þríhyrningar. Á hverri
þeirra eru þrír hnífar festir með skrúfbolta,
sinn í hvert horn þríhyrningsins. Hnífarnir ná
um 80 mm út fyrir skífubrún. Þeir hafa tvær
biteggjar, sem báðar er hægt að nýta. Tvær
gerðir af hnífum eru í vélinni, sín fyrir hvora
snúningsátt. Heytætinum er komið fyrir beint
yfir sláttuskífum. Hann er gerður af láréttum
ás, er hvílir í legum í báðum endum. Tvær
tindaraðireru áásnum, hvormeð 16tindum.
í vinnu snýst ásinn mót ökustefnu og tekur
grasið yfir sig, um leið og það er losað af
rótinni. Sterk hlíf úr járni umlykur sláttu- og
tætibúnaðinn að framan og ofan. Aftan á
henni eru tveir stillanlegir vængir úr járni.
Með mismunandi stöðu þeirra má stilla
breidd grasmúgans, er kemur aftur úr vél-
inni. Vartengsli í drifbúnaði er ekki fyrir
hendi, né heldur búnaður, sem sleppir vél-
inni aftur á við, rekist hún í fyrirstöðu. í
flutningsstöðu er vélinni snúið aftur um 90°.
Aftengja þarf annað drifskaftið áður en það
er gert.
Framleiðslunúmer ........... 16005—00101
Lengd/breidd í
flutningsstöðu ............... 2550/1820 mm
Vinnslubreidd ........................ 1590 mm
Lengd/breidd/þykkt
sláttuhnífa ................... 120/50/4 mm
Þvermál hnífaferils ................... 500 mm
Snúningshraði sláttuskífa
(aflútt. 540 sn./mín.) ............. 2900 sn./mín.
Ferilhraði sláttuhnífa (yst) .......... 75,9 m/sek.
Heytætir, vinnslubreidd .............. 1590 mm
Þvermál tindaferils ............... 4350 mm
Snúningshraði (aflútt. 545 sn./mín.) . 702 sn./mín.
Ferilhraði tinda ................... 16,0 m/s
Fjöldi tinda ...................... 2x16
Lengd tinda ........................ 113 mm
Fjöldi smurstúta ........................ 8
Þyngd ................................. 546 kg
Úr niðurstöðum prófunar.
Sláttuþyrlan Vicon OM 165 kom til prófunar
um miðjan júní 1979. Við prófun það sumar
var hún notuð um 80 klst.
Sláttugæði. Sláttuþyrlan reyndist hæf til
sláttar á öllum tún- og engjagróðri. Bælt og
trénað gras sló hún án tafa. Sökum þess að
skífubakkinn er allþykkur, varð að halla hon-
um nokkuð fram á við til þess, að sláttunánd
verði hæfileg.
Afköst og aflnotkun. Vinnslubreidd
sláttuþyrlunnar er allt að 159 sm, miðað við
eðlilega sporvídd dráttarvélar (sjá aftar). Al-
gengur hraði við slátt var 8—10 km/klst. Við
góðaraðstæðurmáaka alltað 12—14 km án
þess, að ofálag verði á heytæti.
Meðalafköst reyndust um 1,1 ha/klst.
Sláttuþyrlan með heytæti er aflfrek. Sam-
kvæmt niðurstöðum erlendra prófunar-
stöðva, fengnum við aðstæður áþekkar ís-
lenskum, er aflþörfin eins og fram kemur í
töflu II.
FREYR
7
V