Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 21
Ár1979
Prófun nr. 494
NIEMEYER SLÁTTUÞYRLA MEÐ
HEYTÆTI
Gerð: RO 166—K.
Framleiðandi: H. Nie-
meyer Sohne, Riesen-
beck, V.-Þýskalandi.
Innflytjandi: Hamar hf.,
Reykjavík.
Yfirlit.
Sláttuþyrlan Niemeyer RO 166—K meö
heytæti var reynd af Bútæknideild Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins sumarið
1979 og notuð alls um 80 klst. Sláttur hennar
reyndistgóðurog auðveltað stilla vélina fyrir
mismunandi sláttufjarlægð. Breidd sláttu-
skára er allt að 1,6 m. Algengur ökuhraði við
slátt er 8—10 km/klst. og afköst um 1,1 ha/
klst. að meðaltali. Vélin er mjög þungbyggð
(644 kg) og aflfrek, þannig að lágmarksstærð
af traktor, sem beitt er fyrir hana, er 35—45
kW (48—61 hö). Með sláttuþyrluna í flutn-
ingsstöðu lætur dráttarvélin illa að stjórn,
nema hún sé þyngd niður að framan.
Heytætirinn er sambyggður sláttuþyrlunni
og er ætlað að örva þurrkunarhraða heysins.
Hann lyftir heyinu úr skáranum, dreifir því
nokkuð og er einnig ætlað að merja og særa
grasið.
Gerðar voru athuganir til að kanna áhrif
heytætisins á þurrkunarhraðann. Til saman-
burðar var slegið með venjulegri sláttuþyrlu
og snúið með heyþyrlu strax að loknum
slætti. Að meðaltali var þurrkunin örari, þeg-
ar heytætirinn var notaður, en tölfræðilega
er sá munur ekki marktækur.
Lýsing.
Sláttuþyrlan Niemeyer RO 166—K ertengd á
þrítengi traktors. Hún er búin tveimur stærð-
um af tengitöppum 22 og 28 mm. Tvær
sláttuskífur eru festar neðan áytri burðararm
vélarinnar. Hann er liðtengdur við beislis-
búnað vélarinnar og snýr hornrétt út frá
dráttarvélinni í vinnu. Afl erflutt frádráttarvél
til sláttuskífa með drifskafti í vinkildrif og
þaðan með öxlum í lokuðu húsi. Innan í því er
tannhjóladrif í olíubaði og snýr það sláttu-
skífunum. Undir hvorri sláttuskífu er diskur,
FREYR
9