Freyr - 01.01.1980, Qupperneq 22
sem þær hvíla á í vinnu. Hæö sláttuskífa frá
diskum er stillanleg frá um 20 til 80 mm.
Efnisþykkt sláttuskífa er 4,5 mm og diska 5
mm. í hvorri sláttuskífu eru fjórir sláttuhnífar,
sem ná 30 mm út fyrir skífubrún. Þeir eru
festir neðan á skífuna með því, að þeim er
krækt upp á sívalt hak á enda fjaðurstáls,
sem spennt er niður með sérstöku verkfæri.
Sláttuhnífarnir hafa bitegg á báðum hliðum.
Hægt er að nýta þær báðar með því að víxla
hnífunum milli skífa. í vinnu haldast hnífarnir
útréttir vegna þyngdarkrafts, en leggjast
undan, mæti þeir fastri mótstöðu. Réttur
halli sláttuskífa fæst með stillingu yfirtengis.
Vartengsli fyrir drifbúnað er innbyggt í
drifskaft. Sérstakur öryggisbolti sleppir
burðararmi vélarinnar aftur á við um 37°, ef
hann mætir fastri fyrirstöðu. Aflsambandið
rofnar ekki, þó að öryggislásinn opnist.
Heytætirinn erfesturaftan ásláttuþyrlunaog
fær afl frá sama öxli og knýr sláttuskífurnar.
Aflið er fært með rúllukeðju í láréttan öxul
(90 mm rör), sem er þvert á ökustefnu. Á
öxulinn eru festir tindar, sem nema heyið
upp úr skáranum og þeyta því upp og aftur
fyrir vélina. Hliðarnar eru lokaðar með járn-
hlífum, en í hlffinni að ofan er stillanlegt
spjald, sem hefur áhrif á, hve mikilli mót-
stöðu heyið verður fyrir á leið sinni gegnum.
tætinn. Fjarlægð tinda frá jörðu stjórnast af
lengdyfirtengis. Allurdrifbúnaðurvélarinnar
er umluktur hlífum. Sláttuskífurnar og
heytætir er einnig vel umluktur hlífum úr
járni og plastdúk.
Framleiðslunúmer ................... 14542
Lengd/breidd (
flutningsstöðu .............. 2850/1720 mm
Lengd/breidd I vinnslustöðu ... 1680/1160 mm
Vinnslubreidd ....................... 1600 mm
Lengd/breidd/þykkt
sláttuhnífa ................... 94/40/3 mm
Þvermál hnifaferils (yst) ............ 834 mm
Þvermál sláttuskífa/diska ........ 774/720 mm
Snúningshraði sláttuskífa ........... 1800 sn./mín.
Ferilhraði sláttuhnlfa (yst) .......... 78,6 m/sek.
Heytætir, vinnslubreidd ............. 7750 mm
Þvermál tindaferils .............. 5050 mm
Snúningshraði ..................... 864 sn./mín.
Ferilhraði tinda ................... 22,7 m/sek.
Fjöldi tinda ...................... 2x24 stk.
Lengd tinda ........................ 210 mm
Fjöldi smurstúta ....................... 11 stk.
Þyngd m. heytæti ...................... 644 kg
Úr niðurstöðum prófunar.
Sláttuþyrlan Niemeyer RO 166—K kom til
prófunar um miðjan júlí 1979. Var hún notuð
það sumar við breytilegar aðstæður alls um
80 klst.
Sláttugæði. Sláttuþyrlan reyndist hæf til
notkunar við þær aðstæður, sem hér eru al-
gengastar, þ. e. slátt á tún- og engjagróðri,
hávöxnum sem lágvöxnum. Bælt og úr sér
sprottið gras sló vélin yfirleitt án tafa.
Sláttufjarlægð er breytanleg innan víðra
marka, því breyta má hæð sláttuskífa miðað
við diska um 60 mm. Er það gert með skrúf-
búnaði og tekur aðeins skamma stund.
Afköst og aflnotkun. Vinnslubreidd
sláttuþyrlunnar mældist allt að 160 sm. Al-
gengur hraði við slátt var 8—10 km/klst., en
við bestu aðstæðurmáakaalltað 12 km/klst.
án þess, að sláttugæði rýrni úr hófi. Að
meðaltali reyndust afköstin um 1,1 ha/klst.
Sláttuþyrlan með heytæti er mjög aflfrek.
Samkvæmt niðurstöðum frá erlendum próf-
unarstöðvum, þar sem unnið er við svipaðar
aðstæður og algengt er hér á landi, er afl-
þörfin eins og fram kemur í töflu.
Eins og fram kemur af töflunni er aflþörfin
háð ökuhraðanum. Auk þess er hún eðlilega
háð uppskerumagni og grasgerð. Fram-
angreindar tölur miðast við aflþörf sláttu-
þyrlunnar og heytætisins, en auk þess þarf
afl til að knýja traktorinn og draga vélina.
Þannig má ætla, að lágmarksstærð á traktor
sé á bilinu 35—45 kW (48—61 hö).
Heytætir. Þessum aukabúnaði á sláttu-
þyrlunni er ætlað að flýta þurrkun heysins á
velli. Heytætirinn lyftir heyinu úr skáranum
og dreifir því nokkuð. Einnig er honum ætlað
að merja og særa grasið til að örva uppguf-
un.
10
FREYR