Freyr - 01.01.1980, Síða 27
Ár1979
Prófun nr. 497
CONDOR BAGGAGREIP
Gerö: Condor 600. Fram-
leiðandi: Vandenende B. V.
Borssele, Hollandi. Inn-
flytjandl: Vélaborg hf.,
Reykjavík.
Yfirlit.
Condor baggagreipin var reynd af Bútækni-
deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
sumarið 1979. Alis voru hirtir með henni um
9000 baggar. Baggagreipin er tengd á
ámoksturstæki dráttarvélar. Með henni er
safnað saman böggum, sem liggja í röðum á
velli, og þeim hlaðið ávagn eða í stæðu, alls
sex í senn. Nokkur vandkvæði voru á því að
safna böggum í tvö ytri hólf greiparinnar
vegna lögunar meiðanna. Til þess að vinnu-
afköst verði góð, þarf vökvakerfi dráttarvél-
arinnar að vera í góðu lagi, og búið tveimur
stjórnlokum. Ef unnið er í næturáfalli eða á
rakri jörð, er ókostur að þurfa að ýta bögg-
unum eftir sverðinum. Hægt er að nota
baggagreipina til flutninga, og tekur hún þá
12 bagga í senn. Við góðar aðstæður má
®tla, að afköst við hleðslu bagga á vagn séu
um 1,2—2,0 mannmín./hb.
Baggagreipin reyndist í flestum atriðum
sterkbyggð. Hlekkjakeðjur tvær, sem halda
Qreipinni í láréttri stöðu, reyndust ekki
nægilega sterkar og slitnuðu alloft.
Lýsing.
Condor baggagreipin er tengd á-
moksturstækjum dráttarvélar. Hún er ætluð
til þess að safna böggum á velli og stafla
þeim á vagn eða í stæðu. Greindin er gerð úr
80x80 mm kantrörum. Aftast á henni eru tvö
gúmmíhjól, er hún gengur á í vinnu. Þar eru
einnig festingar fyrir ámoksturstæki. Tvær
keðjur, ertengjastgrindinni og undirstöðum
ámoksturstækisins, hafa það hlutverk að
halda baggagreipinni í láréttri stöðu, hversu
hátt sem lyft er. Á báðum hliðum grindarinn-
ar eru griparmar eða meiðar. Þeir eru í
tengslum við vökvatjakk, er getur fært þá
sundur eða saman. Tveir aðrir meiðar eru
undir miðri greipinni, festir á hjarir. Milli
þessara fjögurra meiða myndast því þrjú
hólf, misstór eftir stöðu vökvatjakksins.
Böggum ersafnað í greipina með því, að ekið
er langs eftir baggaröðinni. Þegar öll þrjú
hólfin eru full, er vökvatjakkurinn dreginn
saman, en við það þrengjast hólfin, og bagg-
arnir klemmast fastir. Síðan er hlassið losað
á vagn eða í stæðu.
FREYR
15