Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Síða 30

Freyr - 01.01.1980, Síða 30
búnaðinum. Við þurrheysflutning (60—70% þurrefni) voru afköstin að meðaltali um 4,4 t/klst. (n = 33, meðalfrávik um 0,7) eða sem svarar um 3,4 t/klst. af fullþurru heyi. Við votheysflutning (20—30% þurrefni) reyndust afköstin að meðaltali um 5,6 t/klst. (n = 19, meðalfrávik um 0,8). Af þessum niðurstöðum er Ijóst, að afkastageta blásarans nýtist ekki nema að hluta, sé hann tengdur mötunar- búnaðinum. Getur venjulegur gnýblásari auðveldlega skilað þeim afköstum. Loftmagn og loftþrýstingur. Loftmagn blásarans var mælt við mismunandi mót- stöðu (brýsting) í flutningsrörum. Samtímis „Sólarfar og sunnanmara sendu skjótt“. Á harða vorinu 1979 hugsuðu margir sitt þegar nepja og norðangarri herjuðu á land og byggð og nístu menn og málleysingja inn í merg og bein. HaraldurZophoníasson frá Jaðri á Dalvlk felldi hugsanir slnar í bundið mál og ávarp- aði drottinn svofelldum orðum: Heyrðu góði himnafaðir! Hlustaðu á er nú ég tjái: Láttu stríðum linna hríðum, lægðu vind og það I skyndi. Sólarfar og sunnanmara, sendu skjótt svo hrökkvi á flótta frost og snær og frera glærur. Fljótur að störfum! Nú er þörfin! Haraldi fannst biðin löng eftir því að hann yrði bænheyrður og mælti: Ekki gegnir guð, en magnar, gjólur tíðar og eykur hrfðar. Bætir við snjó, sem öllum óar, æsir frost og þrengir kosti. Nú fer að bændum nauð og vandi, naumur orðinn heyjaforðinn. Máttarvöld það meta skyldu, mildi sýna og láta hlýna! .18 var aflþörf hans ákvörðuð. Loftþrýstingurinn var mældur með þrýstimæli í einingunni millimetra vatnssúlu (mm VS). Lofthraðinn I rörinu er mældur með „Pitot röri“ og loft- magn fundið sem margfeldi af lofthraða og þverskurðarflatarmáli flutningsrörs á mæli- stað. Aflþörfin var mæld samtímis með því að mæla álag á drifskafti (kpm) og umreikna í kW. Aðferðin, sem notuð er við ákvörðun á loftmagni, er bundin nokkurri ónákvæmni, og geta verið um 10% frávik frá því, sem upp er gefið. Hvanneyri, okt. 1979. Bútæknideild. Hvernig á að lækka kyndingarkostnað? Tímabært fræðslurit um olíukyndingu. Út er kominn á vegum iðnaðarráðuneytisins upplýsingabæklingur, sem nefnist ,,Hvað get ég gert til að lækka kyndingarkostnaðinn?" Hefur bæklingurinn að geyma ýmsar ábendingar um olíukynditæki og leiðir til sparnaðar. Verður bæklingurinn sendur öllum sveit- arfélögum á landinu með þeirri beiðni, að sveitarstjórnir sjái um dreifingu hans til heimila, sem enn búa við olíukyndingu. Þegar ráðuneytið ákvað haustið 1978 að beita sér fyrir aðgerðum á sviði orku- sparnaðar, var það mat þess, að stórefling almenningsfræðslu væri forsenda þess, að hægt yrði að ná raunhæfum árangri. Útgáfa þessa upplýsingabæklings og samstarf það, sem ráðuneytið hefur átt við sjónvarpið um orkusparnaðarþætti, eru leiðir að því marki að auka þekkingu al- mennings á möguleikum til orkusparnaðar. Frá því í sumar hefur starfað á vegum ráðuneytisins sérstök orkusparnaðarnefnd, sem hefur það hlutverk að skipuleggja upp- lýsingamiðlun og fræðslu um orkusparnað. Hefur nefndin átt samstarf við fjölmarga að- ila um aðgerðij; á þessu sviði, og verður því starfi haldið áfram. FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.