Freyr - 01.01.1980, Qupperneq 31
Mykjan „látin hníga fyrir
bakkann“
Ég var að losa haughúsið mitt á dögunum.
Ég var að vígja nýja loku, sem ég hafði látið
koma fyrir framan á mykjuhússtafninum
niður við gólf. Til þess að geta bakkað
tveggja metra háum mykjudreifaranum
undir.gatið varð ég að gera með jarðýtu og
vélgröfu heljarmikla geil eina 50 metra niður
á tún. En allt gekk þetta Ijómandi vel. Þarna
ruddist mykjan út um lokuna og fyllti þennan
tveggja tonna dreifara á svipstundu, og ég
var hæstánægður og í sólskinsskapi í
haustnepjunni.
Reyndar hafði ég undanfarin ár notað
snigil við að trekkja upp mykjuna. Það gekk
líka býsna vel, en þar sem ekki hafði verið
gert ráð fyrir þeim útbúnaði, og reyndar eng-
um útbúnaði, þegar húsið var steypt, árið
1970, þá náði snigillinn aldrei að takatil neðri
laga í húsinu, nema farið væri niður og hjálp-
að til með skóflum. En samt, það var nú stór-
kostleg framför frá því að berjast um með
haugsugu, sem ekkert lag var á.
Og í þessu sambandi dettur mér í hug að
segja sögu, sem ég var þátttakandi í fyrir
nokkrum árum og varð mér þá heilmikil
lexía. Við hjónin vorum stödd í einhverju af-
mælishófi eða annarri slíkri samkomu. Ég
heyrði út undan mér, að konur, sem sátu
saman, voru að ræða um áhugamál sín upp á
sinn máta. Talið hafði snúist um ný heimil-
istæki og allan þann létti, sem þeim fylgir. Nú
voru þær að tala um sjálfvirkar þvottavélar.
Þá heyri ég svona út undan mér, að konan
mín segir: ,,Ég verð nú bara að segja það, að
ég held hreinlega, að það sé annar mesti
gleðidagur í lífi mínu, þegar ég fékk nýju
þvottavélina mína.“
Efri teikningin sýnlr tæmlngu nlöur um gólf
á haughúsí. Sú neðrl: Tæmlngu með snlgll.
Ég fór að sperra eyrun, þóttist vita, hvaða
dag hún teldi enn þá meiri gæfudag, og von-
aði, að einhver bæði um skýringu. Og ekki
stóð á því, Ingibjörg, sem næst sat, spurði
ósköp sakleysislega, hvaða dagur hefði verið
betri. Menn geta sjálfsagt ímyndað sér,
hvernig mér varð við, þegar svarið kom:
„Það var, þegar ég fékk gömlu, handknúnu
þvottavélina mína, þegarég hafði sem mest-
an barnaþvottinn."
Og nú get ég sagt eitthvað þessu líkt. Að fá
þennan nýja lokubúnað á mykjuhúsið er einn
mesti sigurdagur í mínum búskap. Samt held
ég, að hitt hafi ef til vill verið að sínu leyti enn
þá meiri framför, þegar ég fékk snigilinn.
En því er ég að skrifa þessa grein? Jú það
geri ég til að vekja athygli stéttarbræðra
minna, kúabændanna í landinu, á því,
FREYR
19