Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1980, Page 41

Freyr - 01.01.1980, Page 41
Kankvísir á svip eru þeir Sveinn Þórarinsson, Kols- holti (t. v. nær) og Einar Þorsteinsson, bóndi og ráðunautur Sólheimahjá- leigu (fjær) sem hann ertalinn fullkomnasturí heiminum nú. Stjórn Mjólkurbús Flóamanna ákvað að halda upp á afmæli búsins með því að bjóða öllum mjólkurframleiðendum á Suðurlandi að heimsækja búið. Það var skipulagt þannig, að ákveðnum fjölda var boðið að koma og skoða búið og þiggja góðgerðir. Þessu var skipt á ákveðna daga fyrir ein- stakar sveitir. Það mun hafa verið um 80% af mjólkurframleiðendum á Suðurlandi, sem heimsóttu búið síðastliðið sumar. Lokahóf í tilefni afmælisins var haldið á Selfossi miðvikudaginn 5. desember. Myndir, þær, sem birtar eru hér í blaðinu, voru teknar í hófinu af A. G. Molar A að skerða tekjur bænda? Nokkrar umræður hafa átt sér stað undan- farið um frestun á hækkun á búvöruverði, sem á að taka gildi 1. desember. Það hefur heyrst, að bændur ættu að fá hækkuð laun, en aftur á móti ætti að fresta hækkunum, sem stöfuðu af auknum rekstrarkostnaði búanna. Þessar umræður spegla þá van- þekkingu, sem margir virðast þjáðir af gagn- vart eðli búrekstrar. Ef eingöngu ætti að miða hækkun verðlagsgrundvallarins við hækkun launa viðmiðunarstéttanna, en ekk- ert tillit tekið til hækkaðs verðs á aðföngum til búrekstrar, þáætti það að veraaugljóst, að bændur gætu ekki náð sömu hækkun í tekjum og aðrar stéttir. Laun bænda eru að- eins það, sem eftir er, þegar allur tilkostn- aður við búreksturinn hefur verið greiddur. Fáist ekki viðurkenning á hækkunum út- gjaldaliða verðlagsgrundvallarins, þá kemur það einfaldlega fram í minni tekjum til fram- leiðenda. Stjórn Stéttarsambands bænda gerði þvíeftirfarandi bókun áfundi sínum 20. nóvember sl. og sendi landbúnaðar- ráðherra: „Stjórn Stéttarsambands bænda sam- þykkir á fundi 20. nóvember að mótmæla skilningi Magnúsar H. Magnússonar, félagsmálaráðherra, sem fram hefur komið í blöðum á rétti ríkisstjórnarinnartil að ákveða breytingu búvöruverðs 1. des. nk. Stjórn Stéttarsambands bænda telur, að FREYR 29

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.