Freyr - 01.01.1980, Qupperneq 43
jöfnunarsjóð en það verð, sem ákveðið var í
upphafi verðlagsársins.
Nýr verðlagsgrundvöllur tók gildi 1. sep-
tember sl., þótt verðhækkunum á búvörum
hafi verið frestað fram yfir miðjan mánuðinn.
I þeim grundvelli var gert ráð fyrir, að bænd-
ur fengju kr. 1.609.65 fyrir hvert kg af fyrsta
flokks dilkakjöti, hækkun var því tæp 49% á
einu ári. Nú er eftir að sjá, hvert meðalverð
ársins verður, og hvað taka verður mikið af
bændum til að greiða með útflutningi.
Reiknað meðal útborgunarverð til bænda
fyrir síðasta verðlagsár verður kr. 1050.94 á
hvert kg, en frá þessari upphæð dragast
sjóðagjöld og flutningskostnaður að slátur-
húsi. En ekki er vitað, hvort allir sláturleyfis-
hafar geta greitt þetta verð til bænda.
Tóbaksjurtin er auðug af eggjahvítu.
Vísindamenn hafa nú fundið út, að tóbaks-
plantan getur orðið mikilvæg til eggjahvítu-
framleiðslu í framtíðinni, að því er segir í
sænska tímaritinu ,,Land“. Vísindamenn frá
Kaliforníuháskóla hafa uppgötvað, að sé tó-
baksjurtin slegin áður en hún blómstrar, er
ekkert nikótín í blöðunum, en plantan er þá
auðug af nýtilegu próteini.
Nikótín myndast í jurtarótunum og nær
ekki til blaðanna fyrr en eftir sex vikna vaxt-
artíma. Til þess að nýta eggjahvítuna verður
því að slá jurtina fyrir þann tíma.
Tóbaksjurtin getur gefið af sér 165 tonn af
grænfóðri af hektara, og það svarar til milli
16,5 og 33 lesta af þurrefni. Talið er, að 15
tonn af þurrefni gefi 3 tonn af eggjahvítu, og
að meira em helming af því megi nota til
manneldis. Er þetta meira en fæst við lúser-
nu- og sojabaunaræktun. Til viðbótar gefur
svo tóbaksjurtin af sér aðrar afurðir, sem
nota má til skepnufóðurs og eldsneytis,
meðal annars.
Núverandi nytsemi tóbaksjurtarinnar er
umdeilt mál, en hver veit, kannske verður
þessi jurt lofuð og prísuð í framtíðinni fyrir
aðra eiginleika?
Óhófleg áfengisneysla fer vaxandi í
strjálbýli í Svíþjóð.
Áfengisneysla er mest í stórborgunum, en
margt bendir til þess, að ofdrykkja breiðist
einnig út til minni staða úti á landi. Fjöldi
þeirra, sem brúka áfengi í óhófi, nálgast
milljón í Svíþjóð, segirsænska blaðið Land.
í strjálbýlinu fylgir áfengisneyslunni sá
aukaböggull, að menn hyllast til að aka
drukknir. Oft er langt að fara heim af
skemmtunum og menn hugsa sem svo, að
varla sé líklegt, að þeir hitti lögreglubíl úti á
sveitavegunum. Af þessu hafa orðið mörg
slys.
Blaðið getur líka um, að unglingar úr
sveitum, sem hafi flust til bæja, eigi oft erfitt
með að aðlagasig bæjarlífi. Mjög oft hafi þeir
nevðst til að flytja úr sveitinni í atvinnuleit.
Unglingarnir komi heim í sveitina um
helgar, þegar þeir geta, og reyni jafnan að
neyta færis að flytja aftur í sína heimasveit.
Þegar þeir koma heim snögga ferð eða til
lengri tíma, segir blaðið, hafa sumir þeirra
heim með sér drykkjuvenjur, sem þeir hafa
lært í leiðindum sínum og vanlíðan á öðrum
stöðum.
Breska Iandbúnaðarsýningin,
„Royal Show“,
Þrátt fyrir 200 ára iðnþróun í Bretlandi er
landbúnaður ennþá stærsta framleiðsluat-
vinnugreinin og framleiðir meiri mat en
Ástralía og Nýja-Sjáland til samans, og eins
mikið og Kanada.
Þetta sýnir dugnað breskra bænda og það,
hvað þeir hafa verið fljótir að taka upp nýja
verktækni. Bændurnir njóta líka fulltingis
fjölþættrar rannsókna- og tilraunastarfsemi.
Stærsti búðargluggi fyrir breskan land-
búnað erThe Royal International Agricultur-
al Show (The Royal Show), sem haldin er á
hverju ári í Stoneleigh í Warvíkurskíri á Eng-
landi fyrstu vikuna í júlí. Á 250 ha lands má
þar sjá þverskurð af hinu besta í breskum
landbúnaði ásamt því nýjasta í bútækni frá
meginlandi álfunnar.
FREYR
31