Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1980, Page 44

Freyr - 01.01.1980, Page 44
Fyrsta sexiemban á íslandi. Á sauðburöi vorið 1979 gerðist sá merki at- burður, að ærin Stóra-Kolla, eign Sigfinns Pálssonar, Stórulág í Nesjahreppi, A.-Skaft., bar sex lömbum. Þetta er í fyrsta skipti á íslandi, sem vitað ér, að ær hafi átt sex lömb án þess, að notaðir hafi verið hormónar. Stóra-Kollaer heimaalin, fædd 1971 og því 8 vetra. Faðir hennar var Suðri, frá Ragnari Sigfússyni, Skálafelli (Gamlagarði), móðir Mórukolla. Mórukolla var frjósöm ær, mun hafa átt 3 lömb tvisvar sinnum. Föðurætt Stórukollu frá Ragnari í Gamlagarði í Suður- sveit er eflaust af miklu frjósemiskyni, en þar hafa 8—12% ánna iðulega verið þrí- og fjór- lemd síðustu árin. Stórakolla var tvílembd veturgömul, þríl- embd tveggja og þriggja vetra, síðan fjór- lembd 4—7 vetra og sexlembd sl. vor. Hún hefur því alls átt 30 lömb á 8 árum, eða 3,75 lömb að jafnaði. Öll hafa lömbin lifað, nema 1, sem drapst á miðju sumri. Lömbin sex, sem Stóra-Kolla átti sl. vor, eru öll gimbrar og voru allarsettar á. Þær eru undan Skíða frá Sauðanesi. Þess má að lokum geta, að rúmlega 50 ær Sigfinns áttu 3 lömb, og 4 ær fjögur lömb sl. vor, af tæplega 350 ám, svo hér er um mjög mikla eðlisfrjósemi að ræða. Sveinn Hallgrímsson. Stóra-Kolla nýborin og með sexlembingana að hausti. G-vara er mjólkurvara sem geyma má 12 manuði án kælingar. Það kemur sér víða vel. 32 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.