Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1983, Page 16

Freyr - 15.02.1983, Page 16
,,Ég vil hvetja bændur til að skoða hvað þeirra eigin ferðaskrifstofa hefur upp á að bjóða“ segir Helgi Jóhannsson sölustjóri Samvinnuferða í viðtali við Frey. Hvern langar ekki til þess að hleypa heimdraganum, sjá heiminn og kanna nýja stigu? Samvinnuferðir skipuleggja ódýrar utanlandsferðir fyrir almenning nú á þessu ári eins og áður. Nokkur fjölmenn landssamtök eru meðal eigenda Samvinnuferða, þ. á m. Stéttarsamband bœnda. Félagar í þessum almannasamtökum fá afslátt á ákveðnum ferðum sem ferðaskrifstofan skipulcggur. Undanfarin ár hafa Samvinnuferðir boðið bœndum og fjölskyldum þeirra upp á ódýrar ferðir, einkum til Norðurlanda. Freyr leitaði frétta hjá Helga Jó- hannssyni, sölustjóra, um hvað þeir hjá Samvinnuferðum hefðu á prjónunum og hvað ferðaskrif- stofan býður upp á sem hentar bændum. - Við höfum undanfarið verið að vinna að ferðaáætlunum fyrir 1983, sagði Helgi. Bændur og þeirra fjölskyldur eiga eins og aðr- ir aðgang að öllum ferðum Sam- vinnuferða, en fá auk þess nokk- urn afslátt á vissum ferðum sem ferðaskrifstofan skipuleggur. í fyrra var sá afsláttur 800 kr. á mann á ferðum til Ítalíu, Júgó- slavíu, Grikklands og sumarhús- anna í Danmörku. Auk þess fengu þeir, sem keyptu farseðla í þessar ferðir ókeypis fargjald innanlands, að heiman til Reykjavíkur og heim aftur. - Við byrjuðum á þessu í fyrra vegna þess hve aðildarfélagar Samvinnuferða eru dreifðir um landið og okkur fannst synd að 136 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.