Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1983, Page 35

Freyr - 15.02.1983, Page 35
Magnús Finnbogason Lágafelli Kornrækt í Austur-Landeyjum 1982 Á síðasta vetri stofnuðu 13 bœndur í Austur-Landeyja- hreppi kornrcektarfélagið Akra sf. sem er sameignarfélag með ótakmarkaðri ábyrgð. Tilgangur félagsins er að stuðla að kornrœkt í Austur-Landeyjum eins og segir í lögum þess. Kornskurður á Guðnastöðum í A.-Landeyjum haustið 1982 með nýrriskurðþreskivél t eigu kornrœktarfélagsins Akra sf. (Ljósm. Ragnar Guðlaugsson). Byggakrar voru hér á 10 bæjum í sumar, 9 aðiljar sáðu hver heima hjá sér en 4 voru saman um einn akur. Stærð akranna var frá 2 ha uppí 3 Vi ha hjá hverjum. Ræktað var Mari-bygg á 31,3 ha. Upp- skera varð alls 29.152 kg eða 9,31 tunna á ha að meðaltali Félagið keypti 2 sláttuþreskivél- ar af J. P. gerð frá Danmörku, innflytjandi Glóbus hf. Vélar þessar reyndust mjög vel og anna mun stærri ökrum heldur en nú eru ræktaðir á vegum félags- manna. Korninu ókum við blautu beint úr ökrunum í Stórólfsvallabúið í Hvolsvelli, þar sem það var þurrk- að, malað og blandað saman við græna hafra í helmingahlutföllum, auk þess var blandað í það 6% af fiskimjöli og 1% af steinefnum. Kögglar þessir eru sambærilegir að efnainnihaldi eins og B-kögglar af venjulegum kúafóðurblöndum. Verð á þurrkun og umbúðum var okkur reiknað á kr. 0,55 á kg. Hálminn gátu flestir nýtt. Var hann þurrkaður og seldur til sveppaframleiðslu að stærstum hluta en einnig notaður til fóðurs. Segja má að á meðan ekki fæst meiri uppskera en þetta ríði nýting á hálmi baggamunin í fjárhagslegri afkomu þessarar búgreinar. Um árangur sumarsins er það að segja að uppskera er lítil. Er þar fyrst og fremst um veðurfars- áhrif að ræða, júní var bæði þurr og kaldur og var þá algjör kyrr- staða í spretti og sums staðar þurrkbrann landið en það sem úrslitum réð voru óvenju mikil og hörð frost um mánaðamótin ágúst og september sem virtust alveg stöðva kornþroska. Fram að þeim tíma voru horfur á mjög þokka- legri uppskeru. Þrátt fyrir þetta eru menn hér bjartsýnir og verður væntanlega sáð byggi í mun fleiri hektara á næsta vori en í sumar. FREYR— 155

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.