Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 10
Ódýr sleppitjörn fyrir gönguseiði í hafbeitarstöðinni í Vogum. Slíkar tjarnir gœtu hentað til silungaeldis i smáum stíl. (Ljósm. Árni ísaksson). og dælingar á sjó. Einnig þarf stööin að vera nokkuð stór til að endar nái saman og er því líklegra að rekstur af þessu tagi verði á vegum fjársterkra aðila og því ekki á færi einstakra bænda þó að samtök þeirra eða fyrirtæki gætu átt hér aðild að. Lítil fyrirtæki af þessari gerð hafa verið starfandi í nágrenni Grindavíkur í nokkur ár (Eldi h.f., Fiskeldi Grindavíkur h.f.). Stór- rekstur er að hefjast á vegum íslandslax við Stað hjá Grindavík. Eldi stórseiða og framhaldseldi í sjókvíum Vegna mikils kostnaðar við að framleiða Iax alfarið á landi hafa vaknað hugmyndir um að stytta eldistímann á landi og nýta vaxtar- möguleika sem bjóðast í sjókvíum yfir sumartímann. Fyrsti rekstur af þessu tagi var Sjóeldi í Flöfnum sem setti laxinn í kvíar að vori við ca. 300 grömm. Tilraunastarf í Laxeldisstöð ríkisins hefur sýnt, að hægt er að ná 600 gramma þyngd á þessum tíma með hluta af framleiðslu ef byrjunarúrtak er nógu stórt. Eldi af þessarri gerð er enn á tilraunastigi, en ýmsir aðilar eru byrjaðir að hefja rekstur á heppilegum stöðum. Sem dæmi má nefna eldisstöðina á Seftjörn á Barðaströnd, Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp og Dalvík við Eyja- fjörð. Líklegt má telja að bændur og samtök þeirra gætu átt hér verulegt frumkvæði. Allmargir staðir í dreifbýli umhverfis landið hafa næga orku í nágrenni við sjó svo að hægt sé að ala stórseiði. Einnig virðist mögulegt að ala þau að mestu í ferskvatni ef sjór er ekki fyrir hendi. Helztu staðir sem til greina koma eru: Reykhólar, Seftjörn og Birkimelur á Barða- strönd, Tálknafjörður, Reykjanes við Djúp, Nauteyri, Reykir í Hrútafirði, Ólafsfjörður, Dalvík, Húsavík og jarðhitasvæðin í Öxar- firði. Allmargir firðir á þessu svæði ættu að henta vel til sumar- eldis á laxi og má þar nefna Hval- fjörð, ýmsa af Vestfjörðunum ásamt fjörðum við Djúp, Hrúta- fjörð, Eyjafjörð ásamt Lóni í Kelduhverfi. Ýmsir firðir á Aust- urlandi gætu hentað vel til eldis að sumarlagi en jarðhitasvæði til framleiðslu á stórseiðum eru þar af skornum skammti. Þetta eldisform er einn álitleg- asti vaxtarbroddurinn í fiskeldi að því er dreifbýli varðar og þyrfti að efla rannsóknir á þessu sviði hið bráðasta. Veiðimálastofnun og Laxeldisstöð ríkisins hafa fengið sameiginlegan styrk frá Rann- sóknarráði til að gera tilraunir með slíkt eldi á næstu tveimur árum. Benda má á, að hægt er að nota gönguseiðastöðvar til fram- leiðslu á stórseiðum, ef þær eru rétt hannaðar í byrjun. Hefur þetta verið haft að leiðarljósi við endurbyggingu Laxeldisstövarinn- ar í Kollafirði. Eldi í sjókvíum Eldi í flotbúrum allt árið er hefð- bundið í Noregi en á erfitt upp- dráttar hér á landi vegna hættu á undirkælingu sjávar og ísingu í aftaka veðrum á veturna. Undir- kælingarhættan er minnst við Suð- vesturland og eykst eftir því sem farið er réttsælis umhverfis landið. Þótt undirkælingarhætta sé fyrir hendi þarf hún ekki að verða til vandræða nema í einstaka árum, og má nefna sem dæmi að vetur- inn 1985 — 1986 var með eindæm- um mildur á Suðvesturlandi og hætta á undirkælingu var hverf- andi. Þetta hefur valdið því, að fleiri eru tilbúnir að taka áhættuna og aukning hefur orðið í þessari starfsemi á umliðnu ári. Eldi í kvíum hefur nú verið stundað í Lóni í Kelduhverfi í nokkur ár og gengið bærilega. Hér er nánast um ferskvatnseldi að ræða og mikil endurnýjun er á vatnsmassanum fyrir tilstilli tempraðra ferskvatnslinda. ís- myndun á lóninu er því óveruleg miðað við önnur íslenzk stöðu- vötn. Framleiðsla á laxi í Lónum hefur nálgast 100 tonn og aukning í 300 tonn áætluð á næstu tveimur árum. Miðað við norska reynslu af mengun í kvíaeldi má reikna með að ástandið í Lónum verði orðið alvarlegt eftir nokkur ár og frekari 50 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.