Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 27
Pétur Bjamason, Laxeldisstöðínni Hveravík, Reykjanesi, N.-ísafjarðarsýslu. Seiði á markaöi eru margs konar Starf laxeldisstöðvarinnar í Hveruvík á Reykjanesi í N.-ísafjarðarsýslu hófst haustið 1984 með því að upp voru sett2 eldisker 6 m íþvermál og byggt yfir þau. Ennfremur var komið fyrir tvöföldu dœlukerfi til sjódœlingar og lögnum til íblöndunar á heitu vatni. í apríl 1985 voru fyrstu seiðin fengin frá Seftjörn á Barðaströnd og þau seltuvanin. Við höfðum lengi velt vöngum yfir því hvort hægt væri að nota hveravatnið til beinnar íblöndunar í sjó, þar sem sú aðferð er mikið ódýrari en forhitun. Við höfum sent sýnishorn og prufur í allar áttir, en fengum ávallt sömu svör- in, að í vatninu fyndust engin efni sem væru skaðleg fiskum, en eng- inn vildi taka að sér að gefa afger- andi svör. Við yrðum bara að prófa. Eftir að seiðin komu í stöðina var eldisvatnshitanum haldið í um 10°C og virtust seiðin dafna vel í því og þrífast vel. Þegar kom fram í maímánuð var ákveðið að kaupa seiði í bæði kerin og voru keypt um 4000 seiði um 30—40 gr. að þyngd. Eftir að seiðin höfðu verið seltuvanin voru þau alin við fulla seltu og 10°C hita allt fram á þennan dag, 16 mánuðum síðar. Þegar leið fram á fyrsta sumarið kom í ljós að seiðin stækkuðu mjög misjafnlega. Sum rifnuðu út en önnur stækkuðu mikið minna. Þá var sett upp eitt kar í viðbót og seiðin flokkuð í þrjá flokka (stærðir), og nú 16 mánuðum síðar má segja að ‘A sé enn innanvið eitt kíló, xh um tvö kfló og XA allt upp í 4—5 kfló. Það sem helst hefur komið í ljós er að með því að ala fiskinn í kerjum á landi er hægt að fylgjast mikið betur með öllum þáttum eldisins heldur en með flotkvía- eldi. Unnt er að vinna öll störfin undir þaki í skjóli fyrir veðri og vindum og þar sem hvorki fóð- urafgangur né úrgangur frá fiskin- um kemst út, án þess að honum sé hleypt út, þá er mikið hægara að fyigjast með að ekki myndist upp- söfnun sem gæti valdið mengun. Ef of mikið er gefið safnast strax haugur við ristina og ef of Iítið er gefið, segir fiskurinn strax til með harðari sókn í fóðrið. Varðandi það hvað seiðin vaxa misjafnlega hratt má segja, að það að kaupa seiði í dag er eins og að kaup óvalin egg úr bjargi. Maður veit alis ekki hvað í þeim leynist fyrr en tíminn leiðir það í ljós. Það er því ljóst að í seiðaeldið á íslandi vantar alla ræktun og stað- bundnar eldisstöðvar þurfa allt annars konar seiði heldur en hafbeit. í hafbeitarseiðum þarf að rækta Anamaðkar sem „húsdýr“. Áhugi á ánamaðkaræktun hefur vaknað í ailmörgum löndum, segir í frétt norska blaðinu Samvirke. Ánamaðkarnir eru notaðir í kjarnfóður og seldir til þess að bæta jarðveg í landbúnaði og garðyrkju. Þeir eru notaðir til Iækninga og settir í safnhauga þar ratvísina og átthagaskynið. en í eldisseiðin þarf að rækta mikil holdgæði og síðbúinn kynþroska, helst engan. I Englandi eiga menn nú kost á að kaup kynlaus seiði, sem fram- leidd eru með Clearwater aðferð- inni, sem felst í því að hryggnum er kynhverft með hormónum og síðan æxlað saman við venjulegar hryggnur og hrognin síðan með- höndluð með rafmagni, svo að úr verða geldinga, sem halda silfur- búningi allt árið og bæta sífellt við stærð og þyngd, eins og sauðirnir áður fyrr. Þegar íslenskir eldismenn geta fengi þess konar seiði, geta þeir fyrst skipulagt framleiðslu sína og ráðið hvað þeir setja á markað hverju sinni. T.d. getur 52ja kerja stöð þá slátrað úr einu keri á viku allt árið og boðið viðskipta- mönnum sínum nýjan fisk árið um kring. sem þeir vinna við að breyta úr- gagnsefnum í frjósama mold. Á Ítalíu eru ánamaðkar ræktað- ir á meira en 2.000 bændabýlum og fimm fyrstu ánaðamaðkabúin eru að hefja starfsemi sína í Dan- mörku. í Noregi kannar Rannsóknaráð landbúnaðarins þar m.a. hvort ánamaðkar geti ekki verið nyt- samir við að breyta Ieðju frá skólphreinsistöðvum í mold. Frzyr 62

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.