Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 29
FJÖLGUN ELDISSTÖÐUA ó ISLANDI FRAÍ1TIL 1986 120 T 100 -- 80 -- 60 -- FJOLDI 40 -- 20 -- B SEIÐAELDISSTÖÐUAR H HAFBEITARSTÖÐUAR STRANDELDISSTÖÐUAR KUlAELDISSTÖÐUAR lax í eldi, og flestar þeirra leggja minni áherslu á silungseldi og eru meö óverulega framleiðslu á ár- inu. Ein undantekning er þó frá þessu, því Laxalón hf. er með allmikla framleiðslu bæði á regnbogasilungsseiðum og mat- fiski, en hún var um 1 milljón sumaralin seiði, 100 þúsund sjó- eldisseiði og 150 tonn af matfiski árið 1986. Staða fiskeldis í landinu Eldisstöðvum í landinu fjölgar jafnt og þétt og eru nú skráðar rúmlega hundrað stöðvar (staðir) þar sem eldi er hafið eða er fyrir- hugað. Á mynd 1 er súlurit sem sýnir fjölgunina í hinum ýmsu greinum síðustu áratugina. Fyrstu eiginlegu eldisstöðvamar eru reistar hér á landi eftir 1950, og fram til 1970 eru mest 10 — 15 stöðvar starfandi í landinu, og voru nær allar með framleiðslu á laxaseiðum fyrir fiskrækt, en fá- einar stunduðu lítillega hafbeit og matfiskeldi. Á áttunda áratugnum verður hæg aukning í fjölda stöðva og árið 1979 eru þær orðnar um tutt- ugu talsins. Árið 1980 má sjá skyndilega breytingu og á næstu fjórum árum fjölgar stöðvum í landinu um 13. Árið 1984 kemur síðan verulegur kippur í fiskeldið og á því ári líta 9 eldisstöðvar dagsins ljós. Fessi aukni áhugi hefur staðið óslitið síðan og árið 1985 bættust við 22 nýjar stöðvar og á fyrstu 11 mánuðum þessa árs fjölgaði enn um 31 stöð. Ef hlutur einstakra greina í nýj- um eldisstöðvum er skoðaður, þá kemur í ljós, að seiðaeldisstöðvum hefur fjölgað mest á liðnum árum og eru þær nú tæplega helmingur allra skráðra stöðva í Iandinu. Tafla 1. Mesta framleiðslugeta í íslenskum fiskeldisstöðvum miðað við eldisrými sem fyrir hendi er í dag. Aðferð Fjöldi rúmmetra Hámarksframleiðslugeta Seiðaeldi ..................... 22.000 15,4 milljónir Kvíaeldi ...................... 74.000 1850 tonn Strandeldi .................... 50.000 1250 tonn Tafla 2. Sldpting starfsgilda í öllum starfandi eldisstöðvum milli kjördæma. fjöldi % af fjöldi fjöldi á Kjördæmi ársstarfa heild stöðva stöð Reykjavík.................... 7,0 3,8 7 1,0 Reykjanes ................. 43,5 23,8 11 3,9 Vesturland................. 24,5 13,4 11 2,2 Vestfirðir ................ 14,0 7,7 12 1,2 Norðurland vestra...... 10,5 5,8 4 2,6 Norðurland eystra...... 34,0 18,6 8 4,3 Austurland................... 2,0 1,1 1 2,0 Suðurland.................. 47,0 25,8 19 2,5 Samtals 182,5 100,0 73 2,5 Freyr 69

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.