Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 41

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 41
Ami ísaksson, veiðimálastjóri, Veiðimálastofnun Hugsanleg áhrif eldisfisks á náttúrulegan laxastofn Inngangur Eins og kunnugt er hefur fiskeldi hér á landi vaxið hröðum skrefum á undanförnum 3 árum. Seiðaeldi er enn sem áður í mestum vexti. Einnig er veruleg aukning í eldi á laxi í fulla stœrð, bæði í landstöðvum og eldiskvíum í sjó. Sömu sögu er að segja afhafbeit. Er ívo komið að þriðji hver lax sem kemur á land er úr hafbeit. í ljósi þessarar miklu aukningar er von aö menn spyrji, hvort villtir laxastofnar hér á landi séu í hættu vegna þessarar þróunar. Vitað er að lax, sem alinn er í sjókvíum, sleppur oft út og leitar þá senni- lega í nærliggjandi ár til hrygning- ar. Hafbeitarlax getur einnig villst í ýmsar ár í nágrenni hafbeitar- stöðva og blandað blóði við þann stofn sem fyrir er. Meginhættan sem þessu fylgir er því hugsanleg erfðamengun eða smit vegna sjúk- dóma en þeir eru algengari hjá laxi við eldisaðstæður. Ástand í öðram löndum Ekki er óeðlilegt að líta til ná- grannaþjóða okkar og sjá hvernig þeim hefur tekist að fóta sig á hinum gullna meðalvegi milli framþróunar og íhaldssemi. Sennilega má mest af Norð- mönnum læra, en þeir framleiða um 40 þúsund tonn af eldislaxi á þessu ári. Allur þessi lax er alinn í sjókvíum en þær eru á víð og dreif innan norska skerjagarðsins, allt frá Stavanger til Tromsö. Vegna byggðasjónarmiða hefur verið lögð áhersla á að dreifa þessu sem mest. Af þessum 40 þúsund tonn- um má gera ráð fyrir að ca 5— 10% sleppi út á hverju ári. Það má því áætla að 2—3 þúsund tonn af eldislaxi reyni að ganga í laxveiði- ár til hrygningar. Þess ber að geta, að í Noregi heyrir öll stjórnun á laxveiðum í sjó undir sjávarútveg. Hagsmunir sjávarútvegs hafa því haft algjöran forgang í allra ákvarðanatöku. Nær allar Iaxveiðiár hafa orðið fyrir barðinu á gegndarlausri veiði í reknet fyrir utan norsku strönd- ina. Umsjón með laxinum eftir að hann gengur í ferskvatn hefur Umhverfismálaráðuneytið. Það hefur lítið getað aðhafst. Þó hefur það fengið norsk stjórnvöld til að leggja fram 10 milljónir norskra króna á næstu árum til göngu- seiðasleppinga til að styrkja nátt- úrulegan stofn í tíu norskum lax- veiðiám. Seiðin verða af stofni viðkomandi árkerfis. Þar sem ofveiði á villtum stofn- um er staðreynd í Noregi eiga eldislaxarnir auðveldara með að taka yfir laxveiðiárnar. Menn fylgjast nú vel með með því, hvernig þessum löxum, sem orð- nir eru kynbætt húsdýr, tekst að hrygna og þrífast í villtu umhverfi. Segja má að þessi staða mála í Noregi ætti að vera okkur víti til varnaðar, ekki síst að því er varðar stjórnun þessara mála. Stjórnun á lífsferli laxins í ferskvatni og sjó ber að hafa á einni hendi. Aðstæður hér á landi Ástand villta laxastofnsins hér á landi er allt annað en í Noregi og eldisaðstæður hér eru mikið frá- brugðnar því sem þar er. Líklegt er að villtum stofnum hér stafi ekki eins mikil hætta af laxeldi, eins og raunin hefur orðið í Nor- egi. Hinsvegar er nauðsynlegt að vera vel á verði og reyna að mið- stýra laxeldinu á þann hátt, að náttúrunni stafi sem minnst hætta af því, hvað varðar umhverfis- spjöll, mengun og laxveiði. Mun nú verða rætt um helstu laxeldisframkvæmdir hér á landi með hliðsjón af staðsetningu þeirra og helstu laxveiðisvæð- anna. Staðsetning eldisfyrirtækja Mynd 1 sýnir staðsetningu helstu eldis- og hafbeitarstöðva hér á landi. Að því er náttúrlega vatna- kerfi varðar, er sú hætta, sem af þessum stöðvum stafar, æði mis- munandi. Strandeldisstöðvar nota flestar sjó til að ala laxinn og tengjast því ekki vatnakerfum. Seiðaeldisstöðvar eru hinsvegar oft staðsettar þannig, að frárennsli þeirra fer beint í ár og stöðuvötn. Hætta, sem af þeim stafar fyrir vatnakerfin, er því tvíþætt. Annarsvegar berst verulegt magn Freyk 81

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.