Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 11
Sumareldi á laxi í flotbúrum að undangengnu eldi stórseiða (600—800 grömm) á landi er einn álitlegur kostur í laxeldi hér við land. (Ljósm. Sumarliði Óskarsson). framleiðsluaukning því ólíkleg nema til komi mengunarráðstaf- anir af einhverju tagi. Fluttar hafa verið inn risakvíar (Bridgestone) sem þola vel öldu- gang og geta því verið utan þeirra svæða þar sem hætta er á undir- kælingu en það er fyrst og fremst á innfjörðum. í þessum kvíum er hægt að framleiða tuttugufalt magn miðað við hefðbundnar norskar kvíar og verða öll áföll því þung ef eitthvað ber út af í kvínni. Þessar kvíar eru ekki eins auðveldar í notkun og minni kvíar vegna stærðarinnar, svo og vegna þess, að engin bryggja er á þeim og því erfitt að sinna fisk- inum. Verið er að koma á fót samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna iðnlánasjóðnum. Tilgangur þessa verkefnis er að þróa tækni til að þjóna þessum kvíum. Hér er um mjög háþróaða tækni að ræða svo sem sónar og videotækni til að fylgjast með fisk- inum svo og ýmis konar fóðrunar- tækni. Þrjár slíkar kvíar hafa verið fluttar hingað til lands. Þær eru staðsettar í Helguvík á Reykja- nesi, út af Viðey og í nágrenni Ólafsvíkur. Hafbeit Hafbeit hefur verið stunduð hér á landi í nærfellt tuttugu ár, lengst í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Hafbeitin hefur ætíð verið ná- tengd laxveiðiánum og þar með landbúnaðinum þar sem veiði- bændur hafa keypt mikið af gönguseiðum til sleppingar í hinar ýmsu ár. Hafbeitarstöðvar sem slátra laxi hafa hinsvegar risið víða um land á síðari árum. Þar er um tvenns konar stöðvar að ræða. Annars vegar stöðvar sem eru sambyggðar við eldisstöð, svo sem Kollafjörður, Vogar og Pólarlax. Hins vegar stöðvar sem eru ein- göngu sleppistaðir, svo sem Lár- ós, Súgandafjörður og Lón í Kelduhverfi. I einstaka tilfellum hafa laxveiðiár verið teknar undir hafbeit og umframfiski sleppt upp í ána til veiði. Dæmi um þetta er Hvolsá og Staðarhólsá í Saurbæ. Líklegt er að rekstur af þessu tagi eigi eftir að aukast, einkum í ám þar sem sveiflur í veiði eru miklar, en jafnframt gæti komið til haf- beitarrekstur í ýmsum laxlausum ám þar sem afrakstur væri að mestu tekinn með sölu veiðileyfa. Slík nýting á laxinum skilar vafa- lítið mun meira heldur en sala á laxi úr kistu enda getur verið mjög kostnaðarsamt að koma laxi á markað frá afskekktari héruðum. Hafbeit er í flestum tilfellum tengd vatnasvæðum og þar með landeigendum á hverjum stað. Hún er því nátengd dreifbýli og bændasamfélögum. Hins vegar eru dæmi um hafbeitarrekstur þar sem vatni er dælt úr borholum í miklu magni til að fá lax til að ganga. Pólarlax í Straumvík og Vogalax á Vatnsleysuströnd eru dæmi um slíkar stöðvar. Sennilegt er að þessar stöðvar verði að mestu bundnar við Reykjanes- skaga þar sem óvenju mikið er af jarðvatni og auðvelt að dæla því upp. Þar er jarðhiti einnig í óvenju miklum mæli sem er ein af grunn- forsendum fiskeldis. Reykjanes- skaginn hentar illa til landbúnaðar og er orðinn mjög nátengdur þétt- býlinu á suðvesturhluta landsins. Reikna má því með, að eldisstöð- var á þessu svæði verði í eigu stórfyrirtækja eða hlutafélaga á þessum svæðum. Eins og fram kemur í greininni „Hafbeitaraðstaða, helztu for- sendur“ (Árni ísaksson 1986) er óliklegt að hafbeit verði stunduð sem aukabúgrein einstakra bænda. Kemur þar til veruleg fjár- festing í hafbeitarmannvirkjum, svo sem sleppi- og móttökubúnaði sem og þeirri takmörkun á fjar- lægð milli stöðva sem þarf að vera. Mesta vinnuálagið í slíkri stöð er frá maf fram í september sem er yfirleitt annatími hjá bænd- Freyr 51

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.