Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 36
Laxeldisstöðin á Sveinseyri í Tálknafirði. laust kenna um, að seiðunum var sleppt of seint að sumri og laklegt eftirlit var varðandi endurheimtu. Hins vegar gengur töluvert af laxi í Botnsána í Tálknafirði og í lón við Hlaðseyri í Patreksfirði, þó að það hafi ekki verið nýtt. Endurskipulagning starfseminnar Sameignarfélagið gerði sér von- ir um að geta stækkað stöðina og hafið eldi á laxi til neyslu, en á árinu 1983 samþykkti sveitar- stjórn Tálknafjarðarhrepps mikla áætlanagerð unt stóra laxeldis- stöð, þar sem allt tiltækt vatn á Sveinseyri og Laugardal yrði not- að til framleiðslunnar. Með hlið- sjón af ósamrýmanlegum hug- myndum um byggingu og rekstur slíkra stöðvar, hætti sameignarfé- lagið starfsemi sinni á Sveinseyri, en tveir aðilar, Björgvin Sigur- jónsson og Sigurjón Davíðsson, gengu í hlutafélag sem stofnað var um laxeldi í Norður-Botni í Tálknafirði. Það hlutafélag skipa m.a. land- eigandinn, Hermann Jóhannes- son, Hjallatúni, og Magnús Kr. Guðmundsson, útgerðarmaður á Tálknafirði, sem er formaður stjórnarinnar. Framkvæmdastjóri er Björgvin Sigurjónsson. Félagið hóf starf sitt á að byggja upp og breyta eldri útihúsum, fjósi og hlöðu, í klak- og eldishús og koma upp stórum eldiskerjum. Nú þegar er eldisrými yfir 1000 rúmmetrar í kerjum. Árið áður hafði Magnús Ólafsson, Vestur- Botni í Patreksfirði, grafið nokkr- ar tjarnir í áreyrarnar fyrir botni fjarðarins. í þær fellur sjór um hverja flæði. Tjarnir þessar eru hver um sig allt að 3500 fermetrar. Vegna út- og innstreymis í tjarn- irnar gekk félagið frá lokum er takmarka útstreymið ásamt girð- ingum utan um lokana er varna fiskinum útgöngu. Minnsta dýpi er um 2 metrar en verður um flæði allt að 6 metrar. í Norður-Botni er kalt lindar- vatn auðfengið í hlíðunum fyrir ofan stöðina og volgt vatn er leitt um kflómetra leið frá uppsprettum frammi í dalnum. Það er um 20 stiga heitt. Undanfarin sumur hefur sjávar- hitinn í Tálknafirði náð allt að 11 stigum og nú í enduðum október er hann um 6 stig. Að vetrarlagi má búast við að sjávarhitinn falli niður fyrir mínusmerkið um miðj- an veturinn. Til að fyrirbyggja ofkælingu í tjörnunum, er volgt vatn Iátið renna stöðugt í þær. I fyrstu flýtur það í lögum í köldum sjónum en blandast honum smátt og smátt og yljar hann. Þegar sjórinn er kaldastur, dregur fisk- urinn sig að volga innstreymi- svatninu, en heldur sig annars nokkuð jafnt um tjarnirnar. Eftir útfall og ládeyðu er nýr sjór flæðir inn í tjarnirnar, eykst matarlyst fisksins verulega. Þegar handgefið er, er auðséð að hver biti er gleyptur strax. I tjörnum þessum hefur fisk- urinn dafnað afskaplega vel og aukið þyngd sína á svipaðan hátt og í frjálsri sjávarbeitinni, hvar sem hún annars er. Yfir heitasta tíma ársins hitna tjarnirnar upp í 14 stig, jafnt sjáv- 76 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.