Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 37

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 37
Unnið við steypt ker á Gileyri í Tálknafirði. Árni Sigurðsson starfsmaður Lax hf. hýrgar þá stóru í eldistjörn. artjarnirnar sem ferskvatnstjarn- irnar. Vöxturinn er álíka mikill í ferskvatninu. í sjávartjörnunum hefur hluti af eldisfiskinum náð 14 punda þunga miðað við 4ra ára aldur. Afurðir og verð á þeim Á árinu 1985 var slátrað rúm- lega 3 tonnum af eldislaxi hjá Lax hf. og sent á markaði í Boston í USA. Söluverð varð all misjafnt. í júní varð það 3,80 dalir fyrir 6—12 lbs. fisk en 3,60 dalir fyrir 4—6 lbs. fisk. Skilaverð, miðað við af- hendingu í Reykjavík, varð að meðaltali kr. 252,50 á kg. Verðið lækkaði lítilsháttar um mitt sumar- ið en reis aftur um haustið. Svip- aða sögu er að segja varðandi slátrun og söluverð á sl. sumri. Við slátrun er farið fullkomlega eftir kröfum markaðarins, þ.e. að fiskurinn er deyfður, blóðgaður undir tálknbarðinu og honum látið blæða út í hreinu rennandi vatni. Strax eftir aflífun eru innyfli og nýru fjarlægð og fiskurinn kældur í ísvatni í nokkrar klukku- stundir. Síðan er fiskurinn þurk- aður og settur ásamt ísmylsnu í einangraða og vaxborna pappa- kassa sem raðað er í gáma. Þannig er fiskurinn fluttur flugleiðis frá Keflavík til Boston. I laxeldisstöðinni er nú rúmlega 100 þúsund seiði á öllum aldri svo og 10 þúsund regnbogasilungar á þriðja aldursári. Aðeins einn starfsmaður, Árni Sigurðsson, sinnir daglegum störf- um í stöðinni, en hluthafarnir hafa allir, meira og minna, unnið við uppbyggingu stöðvarinnar. Fram- kvæmdastjórinn, Björgvin, hann- aði og lagði sjálfur vatnskerfið og frárennslisútbúnað og á hans veg- um voru eldiskerin smíðuð. Við- vörunartæki eru frá Pólnum hf. á ísafirði. Engin óhöpp hafa hent við upp- eldi fisksins og aldrei hefur orðið vart við veikindi í stofninum. Allir hluthafarnir hafa lagt fram ómælda sjálfboðavinnu við hinar margvíslegu framkvæmdir við uppbygginguna. Næsta verkefni er að koma þaki yfir öll eldiskerin. Þórslax hf. Sama ár og Lax hf. var stofnaður hóf hlutafélagið Þórslax byggingu laxeldisstöðvar á Gileyri í Tálkna- firði. (Gileyri er nokkrum kíló- metrum innan við kauptúnið). Hluthafarnir eru margir hinir sömu og í Lax hf. Stjórnarformað- ur er Magnús Kr. Guðmundsson og framkvæmdastjóri Guðjón Indriðason, nú oddviti Tálkna- fjarðarhrepps. Árið 1984 byggði félagið hús við ós Gileyraráar yfir 4 eldisker sem samtals rúma 350 rúmmetra af vatni. Um 200 metrum innan við ósinn er uppspretta á svokallaðri Sleiphellu með 13°C heitu vatni. Uppspretta þessi var virkjuð og vatnið leitt ofanjarðar í kerin. Jafnframt er sjó dælt í sum kerin að u.þ.b. lA hluta vatnsmagnsins. Við þessi skilyrði hefur Iaxinn þroskast ágætlega og vaxið frá gönguseiðastærð í neyslustærð á sama tíma og í Norður-Botni, eða úr 40—50 gr. í 3 til 4,5 kg á 18—24 mánuðum. Á sl. ári byggði félagið enn- Freyr 77

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.