Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Síða 21

Freyr - 15.01.1987, Síða 21
yfir 98%. Mun meira villtist í Kollafjörð af seiðum, sem sleppt var í Artúnsá á Kjalarnesi (33%), en vegalengd úr Kollafirði í báðar þessar ár er sambærileg eða um 10 km. Líklegar skýringar á þessum mismun liggja í keimlíku vatni í Kollafirði og Ártúnsá en það kem- ur í báðum tilfellum úr Esjunni. Vatn í Elliðaám hefur hins vegar allt annan uppruna. Einnig má hugsanlega rekja þetta til mikils laxafjölda í Elliðaám (laxalykt) en Ártúnsá var hins vegar nær laxlaus. Þær upplýsingar sem hér hafa verið dregnar saman, benda til þess, að æskileg vegalengd milli hafbeitarstöðva sé a.m.k. 20 km, og þeim mun lengri ef staðirnir nota vatn af svipuðum uppruna. Lokaorð Hér að framan hefur verið rætt um nokkur atriði sem snerta heppilega staðhætti fyrir hafbeit almennt. Hins vegar má benda á, að hægt er að nýta afrakstur haf- beitar á tvennan hátt. Annars veg- ar með því að slátra endur- heimtum fiski, en hins vegar að sleppa laxinum upp í vatnakerfið, ef umrædd á býður upp á veiðiað- stöðu, og selja veiðileyfi. Slíkur rekstur hefur nokkuð verið reyndur hjá Dalalaxi í Saurbæ. Með vaxandi ferðamannastraumi og auknum áhuga á veiði má reikna með að sú nýting á haf- beitarlaxi gæti skilað miklu meiri arði en slátrun úr kistu. Á af- skekktari stöðum getur orðið verulegur kostnaður við að koma sláturlaxi í útflutning og mun kostnaðarminna að fá veiðimenn til að ná laxinum í ánni, auk þess sem tekjur af veiðileyfasölu gætu orðið drjúgar. Ekki þyrfti að skilja eftir klaklax í slíkum ám, þar sem uppeldisskilyrði eru ekki fyrir hendi. Reynslan hefur sýnt að auðvelt er að ná mjög háu hlutfalli af laxi í minni ánum með stang- veiði. Hafbeit er ein grein af íslenzku fiskeldi sem er nátengd lands- byggðinni og laxveiðiám almennt. Með aukinni seiðaframleiðslu mun þýðing þessa aukast í vissum landshlutum. Fiskeldi hér á landi er mun flóknara heldur en í ná- grannalöndum vegna sérstöðu okkar í veðurfarslegu tilliti. Það er því mjög hæpið að alhæfa um möguleika til fiskeldis á öllu landinu. Meta verður möguleik- ana á hverjum stað miðað við staðhætti. Pegar á heildina er litið er ljóst hvar heppilegustu haf- beitarsvæðin liggja á landinu. Vit- að er um marga ákjósanlega staði en þó er mikið starf óunnið í kortlagningu slíkra staða. ísland er fiskeldisland. Frh. af bls. 47. íslenskra fiskeldisfyrirtækja standi utan við landbúnað eiga bændur þar mikilla hagsmuna að gæta. Þeir hafa frá upphafi átt veiðirétt í ám og vötnum og nýtt hann sjálfir eða leigt út. Fiskeldi kemur víða sem eðlilegt framhald af þeirri auðlindanýtingu. Margar af elstu seiða- eldisstöðvunum eru í eigu bænda og bændur hafa stundað klak frá því fyrir aldamót. Þann- ig eiga bændur, einn eða fleiri saman, mörg þau fiskeldisfyrirtæki sem nú eru að rísa á legg. í sumum tilfellum eiga utanaðkomandi aðilar þar einnig hlut að rekstri. Nú þegar hafa ýmsir bændur dregið saman eða lagt niður hefðbundinn búskap og hafið fiskeldi, seiðaeldi eða matfiskaeldi, auk þess sem allmargt fólk til sveita hefur fengið vinnu við fiskeldi; byggingu mannvirkja og rekstur stöðva. Það er alkunna að hagkvæmt er að búrekst- ur hvers konar sé í höndum þeirra sem eiga búféð. Hvergi er mikilvægara en í búskap að afrakstur byggist á ábyrgð þeirra sem með fara. Þetta sýndi sig glöggt við uppbyggingu loðdýraræktar hér á landi sem fór að þrífast þegar hún verð búgrein hliðstæð öðrum bú- greinum í landbúnaði. Að þessu stuðlar einnig það að rekstur í höndum bænda fleytir sér frekar yfir erfiðleikatímabil en stórar rekstrar- einingar þar sem allt vinnuafl er aðkeypt. Um leið og bornar skulu fram óskir um að fiskeldi megi dafna hér á landi skal það undirstrikað að meiri líkur eru á að það takist ef áhættunni verður dreift og hún sé sem mest í höndum þeirra sem afrakstrarins eiga að njóta. M.E. Freyr 61

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.