Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 15
Kvíaeldisstöð Vesturlax hf. við Þúfneyri í Patreksfirði er ein af nýstofnuðum kvíaeldisstöðvum hér á landi. reynsla í sjókvíaeldi á laxi. Aðeins ein stöð hefur starfað í nokkur ár samfellt með góðum árangri, en aðrar hafa byrjað rekstur á síðustu 1—2 árum, og hafa því tæplega lokið einu framleiðsluskeiði. Næstu ár munu skera úr um hvort og hvernig hægt er að beita þessari aðferð hér á landi við laxeldi. 2.3 Strandeldi. í strandeldisstöðvum er öll að- staða byggð á landi, og fer laxeld- ið fram í kerjum, þar sem sjó eða sjóblöndu er dælt á fiskinn. í strandeldi er hægt að tryggja mikinn stöðugleika í umhverfi fisksins, og stjórna því að mörgu leyti. Hún er í flestum tilvikum fólgin í upphitun á eldissjónum ýmist með jarðhita eða hlýjum sjó úr borholum, og er markmiðið að halda hitastigi hans þannig að lax- inn vaxi sem hraðast. Með þessu móti er eldistíminn mun styttri heldur en þekkist t.d. í sjókvía- eldi. Strandeldi krefst mikilla fjár- festinga í mannvirkjum og búnaði, t.d kerjum, dælum, varaaflsstöðv- um o.s.frv., og vegna orkunotk- unar við upphitun og dælingu er reksturkostnaður í flestum tilvik- um hár. Að mörgu leyti þarf svipaðan útbúnað fyrir strandeldi og göngu- seiðaeldi, nema hvað strandeldið er í flestum tilvikum mun um- fangsmeira. Starfsemi seiðaeldis- stöðvar getur hinsvegar borið mun hærri fjárfestingar og rekstur- kostnað. Er það vegna þess, að verðmæti framleiðslunnar er margfalt meira í seiðaeldi heldur en í matfiskeldi eins og sést í samanburði í töflu hér á eftir. En rýmisþörf og vatnsnotkun er sam- bærileg miðaðað við lífþyngd í báðum tilvikum. Strandeldi á laxi í sláturstærð er af þeim sökum ekki raunhæfur kostur nema þar sem kostnaður við sjóöflun og upphit- un er lítill. 2.4 Landeldi. Um landeldi gildir að öllu leyti það sama og hefur verið sagt um strandeldi nema að laxinn er alinn í fersku vatni allan eldistímann í staðinn fyrir sjó eða sjóblöndu. Fleiri staðir bjóða þó upp á mögu- leika á landeldi heldur en strand- eldi þar sem staðsetning er ekki bundin við sjávarsíðuna. 2.5 Fareldi Fareldi eða skiptieldi er íslensk aðferð, sem reynir að sameina kosti sjókvíaeldis og strandeldis, en sneiða hjá stærstu annmörkum hvorrar aðferðar fyrir sig. Fareldi er hægt að stunda eftir tveim meginleiðum. í þeirri fyrri eru venjuleg gönguseiði fengin að vorlagi frá seiðaeldisstöð og flutt í strand- eða landeldisstöð þar sem þau eru stríðalin í eitt ár við að- stæður sem gefa hámarks vöxt. Vorið eftir er hálfstálpaður laxinn settur í sjókvíar við náttúrulegar aðstæður, og alinn þar í 6—8 mán- uði, eða þar til æskilegri slátur- stærð er náð. í þeirri síðari eru stríðalin stórseiði fengin frá seiða- eldisstöð um vor, þau sett beint í sjókvíar við náttúrulegar aðstæður og alin þar í 6—8 mánuði fram að slátrun. Skilyrði fyrir fareldi eru í aðalatriðum hin sömu og lýst hefur verið fyrir strandeldi og sjókvíaeldi. Kostirnir eru m.a. fólgnir í því, að ekki er þörf á að hafa lax í sjókvíum að vetrarlagi. Og ef fyrri hluti eldisins er í strandeldisstöð, þá er afkastageta hennar (metin sem fjöldi laxa á ári) allt að því þreföld miðað við hreint strandeldi. Þannig er mögu- legt að slík stöð geti verið arðbær á stað þar sem strandeldi eitt sér kemur ekki til greina. 2.6 Hafbeit. Hafbeit á sér svipað langa sögu og seiðaeldi hér á landi. í hafbeit er gönguseiðum sleppt í sjó á vorin frá hafbeitaraðstöðu sem venju- lega er á, lækur eða afrennsli frá Tafla 2. í töflunni er miðað við 2 kg sláturlax (SL) og 35 g sjóvanin göngnseiði (GS). „c Rennslisþörf 12°C (1/mín/kg)....................... 0,7 0,5 Hámarksþéttleiki (kg/m3)............................ 30 30 Kílóverð afurða 1986 ............................. 2300 250 Freyr 55

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.