Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 25
Tilraunastöð fyrir laxeldi á Averöy. meðaltali miðað við að óvaldir foreldrar gefi afkvæmi sem eru 2,6 kg að meðaltali. Þess má ennfremur geta að arf- gengi á síðbúnum kynþroska er 0,41. Til að kynbætur á eldisfiski komi að almennum notum verður að byggja kynbótarstöðvar þar sem stjórn og meginframkvæmd kynbóta fer fram. Norðmenn hafa byggt tvær slíkar stöðvar, aðra á Sunndalsöra og hina á Kyrkjesæt- eröra. Tilraunastöðin á Sunndalsöra. Tilraunastöðin á Sunndalsöra var stofnuð árið 1971. Þá var fiskeldi rétt að hlaupa af stokkunum í Noregi. Ástæðan fyrir því að Sunndals- öra varð fyrir valinu var sú, að þar buðust til afnota 5 rúmmetrar á mínútu af 10 C heitu kælivatni frá mjög stóru vatnsraforkuveri á staðnum, og auk þess nóg af köldu vatni eða um 25 rúmmetrar á mínútu (rúmlega 400 lítrar á sek- úndu). Á stöðinni eru þrjú hús, samtals 1670 fermetrar, með 450 trefja- plastkerjum af mismunandi stærð- um. Ker fyrir afkvæmahópa af laxaseiðum eru 2 fermetrar, en eins fermetra ker fyrir afkvæma- hópa af regnbogasilungi. Utan- húss eru 36 kringlaga steyptar tjarnir, hver um sig 10 metrar í þvermál. Á stöðinni starfa nú um 25 manns. Þar er einnig unnið að fjölþættum rannsóknum öðrum en kynbótum. Á Sunndalsöra hafa einkum eldislax og regnbogasilungur verið kynbættir. Kynbótastöðin á Kyrkjesæteröra. Samtök fiskeldismanna hafa nú ákveðið að stofna sína eigin kyn- bótastöð, sem verður öllu stærri í sniðum heldur en stöðin á Sunn- dalsöra. Bygging stöðvarinnar hófst árið 1985. Meginverkefni stöðvarinnar verður hagnýtt kynbótastarf, sem samtök fiskeldismanna fjár- magna. Fyrirkomulag kynbóta- starfsins er sniðið alfarið að heita má eftir kerfinu sem hefur verið þróað á tilraunastöðinni á Sunn- dalsöra. Kynbótafiskurinn sem fyrst kom inn í stöðina var að mestu leyti kominn frá bestu stofnunum á Sunndalsöra, en auk þess höfðu verið teknir inn stofnar frá öðrum stöðum þar sem menn telja sig hafa náð mælanlegum kynbótaár- angri. Verða þeir stofnar skoðaðir ítarlega til að kanna hvort þar er að hafa verðmætan efnivið, sem getur bætt efniviðinn frá Sunn- dalsöra. Gert er ráð fyrir að hrognum verði dreift á 18 seiða- eldisstöðvar víðs vegar um landið sem sjá um dreifa seiðum af stofn- inum um allan Noreg svo að kyn- bótaárangur skili sér sem fyrst. Kostnaður við uppbyggingu stöðvarinnar á Kyrkjesæteröra er áætlaður um 32 milljónir norskra króna. Stöðin er að mestu komin upp, en starfið er stutt á veg komið, því að fyrstu seiðaárgang- arnir eru úr hrognum frá haustinu 1985. Við stöðina starfa 15 manns. Stöðvarstjóri á kynbótastöðinni lætur hafa eftir sér eftirfarandi dæmi: Ef miðað er við að Norðmenn framleiði um 60.000 tonn af eldis- laxi á ári og gert er ráð fyrir að um 30 krónur norskar fáist fyrir kílóið af Iaxi er heildarverðmæti fram- leiðslunnar um 1,8 milljarðar norskra króna. Sé nú gert ráð fyrir að allir eldismenn nýti sér efnivið frá kynbótastöðvunum og reiknað með að kynbótarárangur sé um 3% á ári er verðmætaaukning vegna kynbótanna um á 54 milljónir n.kr. á ári. Frá þessu söluverðmæti má draga um 20 milljónir norskra króna í rekstrar- kostnað, þannig að stöðin borgar sig á einu ári og rúmlega það. Árangur kynbótastarfsins. Árangur laxakynbótanna í Noregi hefur verið mjög mikill eða 3— 5% aukning í vaxtarhraða á ári. Engar bendingar hafa komið fram um að farið sé að draga úr kyn- bótaframförinni. Áhugavert er að skoða tímann sem það tekur að tvöfalda vaxtar- hraðann með kynbótum miðað við mismunandi framför. Framför Árafjöldi til að á ári tvöfalda vöxt 3 % 24 ár 4 % 18 ár 5 % 14 ár Á það má benda í þessu sam- bandi að ættliðabilið í laxakynbót- um í Noregi er 4 ár. Ýmislegt bendir til að stytta megi ættliðabil- ið í laxakynbótum á íslandi niður í 3 ár. Við það eiga árlegar kyn- Freyr 65

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.