Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 44

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 44
mikilvægari, svo sem hæfni við- komandi stofns til að hrygna í ánni og þrífast að öðru leyti. Einnig má benda á, að ýmsar laxveiðiár hér á landi hafa beinlínis komið til sög- unnar vegna sleppinga seiða í þær af framandi stofnum, svo sem Laugardalsá við Djúp, Fnjóská og Skjálfandafljót svo nokkur dæmi séu tekin. Aðlögunarhæfni laxfiska Þegar þessi mál eru rædd, er rétt að hafa í huga þá aðlögunarhæfi- leika sem laxfiskar almennt virð- ast hafa. Má þar nefna þau mörgu afbrigði af bleikju sem fyrirfinnast hér á landi og mótuð eru af af- komumöguleikum fisksins á hverjum stað. Þannig eru bæði murta og bleikja í Þingvallavatni sem teljast til sömu tegundar. Allt bendir til þess, að bleikja geti breyst í murtu við breytt skilyrði og öfugt. Þannig má telja ólíklegt að hafbeitarstofn af laxi hafi misst eiginleikann til að þrífast í náttúr- unni, þó hann hafi verið alinn sem seiði í eldisstöð í nokkrar kynslóðir. Við skulum hafa í huga að hafbeitarstofn lifir í villtri nátt- úru í hafinu í 1—2 ár og þar veljast úr sterkustu einstaklingarnir. Laxinn sem húsdýx Svo virðist sem öllu meiri hætta gæti stafað af laxi, sem alinn væri í seiðaeldisstöð og síðan kynbættur sem húsdýr í sjókvíum. í því tilviki missir laxinn algjörlega sitt villta eðli og sjálfsbjargarviðleitni. Þar við bætist, að á síðustu árum hefur verið flutt inn nokkuð af kynbætt- um eldislaxi frá Noregi. Rétt er að benda á hættuna á því að flytja inn fisksjúkdóma með slíkum laxa- hrognum. Vitað er að ýmsar veirur þola sótthreinsanir og ekki er hægt að verjast þeim ef klak- fiskurinn hefur á annað borð verið sýktur. Rök fyrir innflutningi þurfa því að vera mjög sterk og sá fiskur, sem úr hrognunum kemur, þarf að vera undir stöðugu eftirliti fisksjúkdómafræðings og í algerri sóttkví marga mánuði eftir að hann kemur úr hrogni. Á seinni Tafla 1. Fjöldi eldisseiða, sem rötuðu ekki á sleppistaðinn í merldngartilraun 1975. Endurheimtustaöir Kollafjörður Elliðaár Ártúnsá Sleppistaður Fjöldi Prósent Fjöldi Prósent Fjöldi Prósent Kollafjörður .... Elliðaár 958 94,9 39 3,9 4 0,4 Bein slepping ... Elliðaár 1 2,2 44 97,8 0 0 Sleppitjörn Ártúnsá 5 3,2 151 96,8 0 0 Bein slepping.... Ártúnsá 4 33,3 1 8,3 7 58,3 Sleppitjörn 22 24,2 4 4,4 65 71,4 stigum þyrfti að halda þessum fiski sem lengst frá íslenskum vatnakerfum. Ef einangrunin væri rofin gæti slíkur lax valdið skaða, ef hann slyppi út úr eldiskvíum og villtist upp í laxveiðiár, svo ekki sé minnst á hugsanlegar sleppingar slíkra seiða úr eldisstöðvum, en þær er erfitt að útiloka. Ekki er vitað hvort slík slysablöndun hefði neikvæð áhrif til langframa. Mið- að við þær upplýsingar, sem fyrir liggja um flutning laxastofna milli landa og heimshluta til hafbeitar, þyrfti svo ekki að vera, þar sem aðflutti laxinn væri illa aðlagaður að nýjum heimkynnum. í því til- felli mundu staðbundnir stofnar fljótlega þurrka út áhrif hinna óboðnu gesta. Hinsvegar mælir allt með því að komið sé í veg fyrir slík slys og banna frekari innflutn- ing erlendra stofna. Kviaeldi í sjó Ekki er víst að kvíaeldi í sjó komi til með að verða mjög útbreytt inn á fjörðum hér við land. Vegna vetrarkulda er hugsanlegt, að þar verði aðallega um sumareldi að ræða. Beztu firðirnir fyrir slíkan rekstur liggja að tiltölulega há- lendum svæðum, á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem lítið er af laxveiðiám. Einstaka firðir eru í öðrum landshlutum, svo sem Hvalfjörður, Hrútafjörður og Eyjafjörður. Ef lax slyppi úr kví- um, má telja líklegt að hann leitaði í ár á nærliggjandi svæðum. Miðað við þá staðsetningu, sem hér hefur verið rætt um, þyrfti þessi rekstur að verða býsna viða- mikill til að verða ógnun við hér- lendar laxveiðiár. Niðurstöður Þegar á heildina er litið, er rétt að stangveiðimenn og veiðiréttar- eigendur hafi vakandi auga á því sem er að gerast í laxeldismálum, einkum í sínu næsta nágrenni. Og reyna að hafa áhrif á þróunina eftir því sem, kostur er. Ekki má hefta framgang laxeldis- og haf- beitarmála, en ákveðin miðstýring er nauðsynleg. Hinar öflugu lax- eldis og hafbeitarstöðvar á Reykjanesskaga eru nokkuð vel staðsettar að því er laxveiðiár varðar. Nýting laxveiðihlunninda hér á landi er í betra horfi en í öllum nágrannalöndum okkar. Verð- mæti á veiddan fisk sennilega með því hæsta í heimi. Veiðimálastofn- un hefur ásamt hagsmunaaðilum í stangveiði og veiðiréttareigendum staðið vörð um þessa auðlind sem er að verða einstæð í þessum heimshluta. Veiðimálastofnun er hinsvegar ekki aðeins stjómunaraðili í veiðimálum, heldur hefur hún þróast og eflst sem rannsóknar- stofnun. Þar vinna nú tólf sérfræð- ingar, þar af fjórir við deildir úti á landi. Það fer ekki hjá því, að vaxtarbroddur Veiðimálastofn- unar liggi á sviði rannsókna bæði í Frh. á bls. 78. 84 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.