Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 33

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 33
Skipulag þjónustu og leiðbeininga í fískeldi Veiðimálastofnun og Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði hafa það hlutverk lögum samkvæmt að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í fiskeldi. Á Veiðimálastofnun hafa Árni H. Helgason, deildarstjóri í fiskeldi, og Jónas Jónasson með höndum ráðgjöf og leiðbeiningar á þessu sviði. Stöðvarstjóri Laxeldisstöðvar ríkisins er Ólafur Ás- mundsson. Þá er þess og að geta, að deildar- stjórar Veiðimálastofnunar úti á landi sinna þessu starfi eftir því sem aðstæður leyfa. Þeir eru þess- ir: Borgarnes; Sigurður Már Ein- arsson, Hólar í Hjaltadal; Tumi Tómasson, Egilsstaðir; Steingrím- ur Benediktsson, og Selfoss; Magnús Jóhannsson. Bændaskólinn á Hólum hefur verið með kennslu og námskeið í fiskeldi fyrir nemendur skólans og almenning. Skólastjóri er Jón Bjarnason, sem veitir nánari upp- lýsingar. Á vegum Fiskifélags íslands hefur verið veitt ráðgjöf um fisk- eldi og annast Ingimar Jóhanns- son um þennan þátt hjá félaginu. Fisksjúkdómamálefni eru til húsa hjá Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keldum. For- maður Fisksjúkdómanefndar er Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir og Sigurður Helgason, forstöðumað- ur rannsóknardeildar fisksjúk- dóma hefur einnig aðsetur hjá tilraunastöðinni. Pá er dýralæknir físksjúkdóma, Árni Mathiesen, einnig á Keldum. Hafrannsóknarstofnun lætur í té ráðgjöf um fiskeldi og staðarval sjókvía, hitastig, seltu, strauma, athugun á þörungagróðri og fleira. Það er Björn Björnsson, sem annast um fiskeldi hjá stofn- uninni. Háskóli Islands er í vaxandi mæli að hasla sér völl á sviði þjónustustarfsemi. Tvær stofnanir á vegum Háskólans hafa til þessa sinnt þjónustu á sviði fiskeldi, eins og gæðaeftirliti í seiðaframleiðslu. Þetta eru Líffræðideild og Raun- vísindadeild. Forstöðumaður fyrr- greindrar deildar er Logi Jónsson og hinnar Sveinbjörn Björnsson. Iðntæknistofnun íslands tekur að sér að efnagreina vatn til klaks og eldis, auk þess sem hún býður fram þjónustu vegna efna- greiningar á fóðri og gæðaeftirlit með þeirri framleiðslu, ráðgjöf um eldisker, smíði þeirra og gerð, stýribúnaðar fyrir eldisstöðvar og reksturinn sjálfan. í forsvari hjá stofnuninni er Rögnvaldur S. Gíslason. Hjá Orkustofnun er unnt að fá sérfræðilega ráðgjöf og umsögn um vatnsöflun, bæði hvað varðar heitt og kalt vatn. Fyrir svörum þar í þessu efni eru Einar Tjörvi Elíasson og Hákon Aðalsteinsson. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins veitir þjónustu í sambandi gæðaeftirlit á fiski og fóðri. Það er Jónas Bjarnason sem veitir for- stöðu þessu starfi hjá stofnuninni. Rannsóknastofnun landbúnað- arins í Keldnaholti tekur að sér gæðaeftirlit á fiskfóðri og fiski í sambandi við fiskeldi. í forsvari hjá stofnuninni í þessu efni er Gunnar Sigurðsson. Siglingamálastofnun ríkisins er rétt að hafa með í ráðum í sam- bandi við staðsetningu sjókvía og annarra mannvirkja vegna fisk- eldis í sjó. Ber að snúa sér til Gunnars H. Ágústssonar hjá stofnuninni. Sjómælingar íslands hafa aðset- ur hjá Landhelgisgæslunni. Þang- að er rétt að tilkynna um staðsetn- ingu sjókvía svo að unnt sé að setja þær inn á sjókort til öryggis fyrir eigendur kvíanna og sjófar- endur. Forstöðumaður sjómæl- inga er Róbert Dan Jensson. Auk framangreindra aðila á vegum hins opinbera, eru ýmsir aðrir sem taka að sér ráðgjöf og þjónustu á sviði fiskeldis. Þar má nefna ýmsar verkfræðistofur og þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki. Landssamband fískeldis- og haf- beitarstöðva. Formaður þess er Jón Kr. Sveinsson, rafverktaki í Reykjavík. Innan vébanda þess eru á fimmta tug eldisstöðva. Sambandið gefur út rit, „Eldis- fréttir“. Þá hefur landssambandið staðið fyrir fræðslufundum um fiskeldismál. Kirkjubæjarskóli á Klaustri í Vestur-Skaftafellssýslu hefur sér- staka sporðbraut þar sem nem- endur fá kennslu í fiskeldi og hef- ur eldisstöðin í Tungu m. a. verið hagnýtt í sambandi við námið. Skólastjóri er Jón Hjartarson. E.H. Freyr 73

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.