Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 12
576 FREYR 15.-16.'91 mér til hjálpar úr Vík og eins hef ég getað sent þvottinn frá mér til konu í Vík sem er að setja á stofn þvottahús. Þetta er allt af því góða. Parna skapast atvinna fyrir fleiri en okkur. Hvernig finnst þér staða þín miðað við konur í þéttbýli sem þá margar vinna utan heimilis? Eg tel það forréttindi að fá að vera heima við mína vinnu. Það eina sem ég gæti öfundað þær af er það þegar þær fá útborgað um mánaða- mót. Eg held að konur nú til dags sem eru heimavinnandi, komist út á meðal fólks ef þær vilja. Núorðið hafa flestar yngri konur bílpróf og komast bæjarleið eða í kaupstað þótt þær búi í sveit. Hvernig f innst þér að þér takist að rœkta tengsl við venslafólk og vini? Mér finnst það samband nokkuð gott. Það er helst yfir sumartímann að fólk þorir ekki að heimsækja okkur. því að það heldur að við höfurn svo mikið að gera, sem er reyndar rétt. Annars eru ekki nema 200 km héðan og til Reykja- víkur eða um 2Vi-3 tíma akstur. Það er jafnlangt frá Reykjavík og hingað, þó að það sé oft eins og auðveldara sé fyrir fólk að fara úr sveitinni í bæinn heldur en fyrir þéttbýlisbúa að fara út á land. Hvernig er aðstaða ykkartil að takaykkurfrí? Það getur verið nokkuð snúið. Frí eru ekki á dagskrá meðan aðal- ferðamannatíminn stendur yfir. Það er auglýst að hér sé opið frá 1. júní til 1. september, en á öðrum tímum verður fólk að panta fyrir- fram. Septembermánuður er ann- ars mikill annatími hjá bændum. Við höfum svo ekið skólabíl á vet- urna auk þess sem við erum með þrjá stráka í skóla. Við höfum þó komist tvisvar sinnum í vikutíma til útlanda og fengið þá fólk fyrir okkur til að vera hér. Hafið þið þá kynnt ykkur ferðaþjónustu erlendis? Já, einu sinni fórum við Wales og kynntum okkur þar ferðaþjónustu á vegum bænda í vikutíma. Það var afar fróðlegt. Hafið þið fengið aðra ferðaþjónustubœndur í heimsókn? Já, það hefur komið fyrir og það er ánægjulegt. Annars finnst mér að bændur og fólk í dreifbýli ætti að hafa í huga Ferðaþjónustu bænda og það sem hún býður upp á um allt land þegar það skipuleggur sumarleyfisferðir sínar. M.E. Frá Framleiðsluráði land- búnaðarinns Frh. afbls. 597 Ráðstöfun á fullvirðisrétti til mjólkur og sauðf járframieiðslu. Kynntar voru eftirfarandi ályktan- ir frá Framleiðslunefnd Fram- leiðsluráðs, sem gerðar voru á fundi nefndarinnar 24. júlí 1991; a) „Með tilvísun til 3. mgr. 6. gr. í mjólkurgerð nr. 262/1991 telur Framleiðsluráð landbúnaðar- ins nauðsynlegt að sölusamn- ingur milli búmarkssvæða vegna fullvirðisréttar í mjólk verði ekki samþykktir án þess að fyrir liggi að viðkomandi réttur sé ekki seljanlegur á við- unandi verði á búmarkssvæði seljanda. Búnaðarsamböndunum verði falið að kanna slíka sölumögu- leika heima fyrir. Framleiðslu- ráð ákveði hvað teljist viðun- andi verð á hverjum tíma.“ b) Varðandi skipti á fullvirðisrétt í mjólk og sauðfé. „Nefndin tel- ur ekki rétt að samþykkja slík skipti nema hlutfall í skiptum verði mest 2:3.“ Framkvæmdanefnd Fram- leiðsluráðs lýsir sig sammála fram- angreindum ályktunum. Forðumst svakalœti Þó að sumri sé tekið að halla er ekki úr vegi að rifja upp gamla hvatningu Friðriks Hansen á Sauð- árkróki: Við skulum taka lífið létt, láta vaka kæti, fara á bak og fá sér sprett, en forðast svakalæti. BÆNDUR ATHUGIÐ! Seljum kyngreinda varpfugla, daggamla og stdlp- aða, hvert d land sem er. Veitum alla rdðgjöf um uppeldi og fóðrun. Áratuga reynsla. Pantið tímanlega í síma: 91 -666800 91-666150 (d kvöldin). Fuglakynbótabúið hf. Reykjum 270 Mosfellsbæ

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.