Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 22
586 FREYR
15.-16.’91
Verðkönnun á aðföngum til
landbúnaðarframleiðslu
Frá þvíað kjarasamningar voru gerðir í febrúar 1990 hefur Verðlagsstofnun annast eftirlit
með verði á aðföngum til landbúnaðar.
Stofnunin hefur m.a. fylgst með
og birt verð á allmörgum fóður- og
byggingavörum ásamt varahlutum
í heyvinnsluvélar og vörum til hey-
vinnslu. í júlí á sl. ári birti stofnun-
in verð á varahlutum í heyvinnslu-
vélar og vörum til heyvinnslu. Nú í
júní var gerð sams konar könnun
og hún borin saman við könnunina
sem gerð var á sl. ári.
Könnunin sem náði til 24 sölu-
staða víðs vegar á landinu leiddi
m.a. eftirfarandi í ljós:
★ Meðalverðið á tveimur vöru-
tegundum lækkaði á fyrr-
greindu tímabili. Verð á PZ
CM120 hnífum í sláttuþyrlu
lækkaði að meðaltali um 5,8%
og Claas tindar í heytætlur
lækkuðu að meðaltali um 1%.
Aðrar vörutegundir hækkuðu
að meðaltali um 1-10,9%.
★ Mesturverðmunurá varahlutí
heyvinnsluvél var 132% en
þess ber að geta að dýrasti
varahluturinn var frá fram-
leiðanda vélarinnar en þeir
ódýrari frá öðrum framleið-
endum.
★ Á öðrum vörum til heyvinnslu
var munur á hæsta og lægsta
verði á bilinu 18 - 43%. Mesti
verðmunurinn 43% var á hvítu
rúllubindigarni.
Fréuatilkynning
frá verdlagsstofnun
15. jitli 1991.
2. íslenskar gyltur eru mjög end-
ingargóðar og með sterka fæt-
ur. Líklegt er að innflutningur
myndi spilla fótastyrk gyltn-
anna og draga úr endingu
þeirra.
3. Islenska svínakjötið þykir al-
mennt bragðgott. Ef inn yrðu
fluttir stofnar sem lengi er búið
að kynbæta í átt að magrara
kjöti er hætta á að bragðgæði
kjötsins versnuðu.
4. íslenska svínakjötið þykir hæfi-
lega feitt, samanber viðbrögð
neytenda. Fitan myndi örugg-
lega minnka við innflutning.
Samtímis er hætta á að kjötið
yrði þurrara, seigara og bragð-
minna. Afkvæmarannsóknir á
Þórustöðum 1990 sýna að
minnka má fitu í svínakjöti á
tiltölulega stuttum tíma með
skipulögðu úrvali innan ís-
lenska stofnsins.
5. Vaxtarhraði grísanna myndi ör-
ugglega aukast við innflutning.
Afkvæmarannsóknir á Þóru-
stöðum 1990 sýna að mikið
mætti auka vaxtarhraða með
því að velja skiplega til kynbóta
innan íslenska stofnsins.
Tillögur
1. Koma ætti upp góðri kynbóta-
stöð fyrir svín á íslandi. Stöð
þessi gæti orðið eign svína-
bónda sem gengi til samstarfs
við leiðbeiningaþjónustu og
rannsóknamenn um kynbóta-
starfið. Kynbótastöðin yrði
undir nákvæmu heilbrigðiseft-
irliti.
2. Að stöðinni yrði keyptur sá
efniviður sem bestur væri talinn
til kynbóta í landinu við stofnun
stöðvarinnar. Þar yrði honum
fjölgað, kynbótadómar fundnir
og úrval til ásetnings miðað við
að ná sem mestum framförum í
vaxtarhraða og fituminna kjöti,
samtímis því sem forðast yrði
að skerða aðra eiginleika, svo
sem bragðgæði. frjósemi og
endingu gyltna.
3. Skýrsluhald yrði eflt hjá svína-
búum sem yrðu í samvinnu við
kynbótastöðina og þangað færi
efniviður frá stöðinni ýmist til
frekari prófunar eða framrækt-
unar. Efnileg kynbótadýr frá
samvinnubúunum yrðu keypt
til prófunar inn á kynbótastöð-
ina.
4. Ef ákveðið yrði að hefja inn-
flutning á erfðaefni yrði notkun
þess í fyrstu bundin því skilyrði
að gyltur til sæðingar yrðu vald-
ar af kostgæfni og fylgst yrði
nákvæmlega með fyrstu blend-
ingsættliðum til að kanna hvers
hagnaðar væri að vænta fyrir
heildina af innflutningnum.
5. Við framræktun á blendingum
yrði þess vandlega gætt að ekki
spilltust þeir eiginleikar ís-
lenska stofnsins sem verðmæt-
astir eru og sem mest hætta yrði
á að spilltust við innflutning.
Pétur Sigtryggsson er svínarœktarráðu-
nautur hjá Búnaðarfélagi íslands jafn-
framt því sem hann er sérfrœðingur í
búfjárrœkt hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins. Grein þessi er hluti af erindi
sem höfundur flutti á Ráðunautafundi
1991.